Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sex myndir tilkynntar á Stockfish

$
0
0

Stockfish Film Festival hefur afhjúpað sex kvikmyndir sem sýndar verða á hátíðinni í febrúar 2016. Þetta kom fram í tilkynningu sem finna má á vefsíðu kvikmyndahátíðarinnar. Meðal gesta verður tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem nýverið var tilnefndur til Grammyverðlauna fyrir tónlist sína í Theory of Everything (2015), en hann mun fylgja eftir framúrstefnulegri stuttmynd sinni, End of Summer (2014), á hátíðinni. Leikmyndahönnuðurinn László Rajk mun einnig koma og kynna myndina Son of Saul (2015) en hún fjallar um fanga í útrýmingarbúðum nasista. Þess má geta að Rajk var einnig þekktur fyrir að vera listrænn stjórnandi á setti stórmyndarinnar The Martian (2015).
Stockfish er kvikmyndahátíð kvikmyndagerðarmanna á Íslandi. Hún er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis og kemur fjöldi erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð til landsins að sækja hátíðina og viðburði hennar. Nú þegar hafa tveir viðburðir verið tilkynntir; stuttmyndakeppnin Sprettfiskur og kynningarviðburður óútgefinna verka, Verk í vinnslu. Opið er fyrir umsóknir verka á báða fyrrnefnda viðburði. Myndirnar sem tilkynntar voru í vikunni eru Sumarlok/End of Summer, Son of Saul (Ungverjalandi), Nahid (Íran), Victoria (Þýskalandi), The Look Of Silence (Bandaríkin/Indónesía), og Cemetery of Splendour (Thaíland).

The post Sex myndir tilkynntar á Stockfish appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652