Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Förum varlega um hátíðarnar

$
0
0

Skyndihjálp: Hjartaáföll, brunar, og slys við eldamennsku eru algeng. Á jólunum er gjarnan margt um manninn í veislum og boðum og í öllum látunum geta slysin orðið. Með því að kunna skyndihjálp getur þú bjargað lífi þinna nánustu.

Pakkarnir: Margir nota skæri eða hníf til að skera á pakkaböndin og í flýtinum er ekki óalgengt að fólk skeri eða stingi sig eða jafnvel aðra í ógáti. Þess vegna er best að flýta sér hægt og muna að njóta stundarinnar.

Jólatré: Notaðu stöðugan jólatrésfót svo tréð detti síður um koll með tilheyrandi glerbrotum og usla. Gæta þarf að því að greninálarnar geta stungist í augu og valdið skaða.

Jólaseríur: Gættu að því að rafmagnssnúran sé heil og serían í lagi áður en hún er sett upp. Notaðu trausta stiga til að forðast fall ef það á að hengja seríuna hátt upp. Nota þarf rétt tengi og gæta þarf vel af útilýsingu vegna hættu á að rafmagn leiði út.

Skreytingar: Jólaskrautið heillar líka smáfólkið en oft er um að ræða smáhluti sem geta festst í koki þeirra eða slasað þau á annan hátt.

24146 1

Kerti: Brunar í heimahúsum eru mun algengari í desember en á öðrum árstímum. Því er um að gera að umgangast kerti og eld með varúð og það er góð regla að sá sem kveikir á kerti ber ábyrgð á því að slökkt sé á því. Kertaskreytingar eru sérlega eldfimar og er það því miður margreynt að eldur frá þeim breiðist hratt út og afleiðingarnar oft á tíðum skelfilegar.

Jurtir: Jólarós er vinsælt blóm á þessum tíma en hún er eitruð eins og fleiri jurtir sem menn tengja jólunum, þar má nefna til dæmis mistiltein. Haldið jurtunum þar sem börn ná ekki til og kynnið ykkur vel hvort jurtir sem þið kaupið eða eigið séu hugsanlega eitraðar.

Streita: Desember er mikill streitumánuður og keyra margir sig út, sofa of lítið, drekka meira áfengi auk þess að keppast við að kaupa gjafir og annað sem þarf til jólanna. Þetta reynist sumum um megn og því er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig, ástunda slökun og læra að segja nei.

24146 2

Meltingartruflanir og matareitrun: Það er ekkert grín að fá matareitrun og það á sjálfum jólunum en því miður nokkuð algengt. Lesið vel á umbúðir matvæla og gætið að geymslu þeirra og meðhöndlun. Gætum að mataræðinu og munum að allt er gott hófi.

Áfengi: Neysla áfengis getur verið bæði heilsuspillandi og slysavaldur. Þeir sem eru undir áhrifum áfengis verða kærulausari og því líklegri til að vanmeta aðstæður. Og munið: „Eftir einn ei aki neinn.“

Heimild: doktor.is

The post Förum varlega um hátíðarnar appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652