Daníel Þorsteinsson, sem þekktur er fyrir störf sín með hljómsveitum á borð við Maus, Sometime og Brim, lætur fjármálakreppuna í Grikklandi ekki trufla sig og tekur þátt í kvikmyndahátíð þar í landi um helgina.
Acid Make-Out, sem er fyrsta mynd Danna, var valin til sýningar á Mykonos tvíæringnum. Myndin fjallar um aðrar víddir, drauma og tímaskyn og er byggð á bókinni Sex, Drugs Einstein & Elves eftir bandaríska vísindamanninn Clifford A. Pickover.
Rafdúóið Sometime samdi tónlistina en meðal leikara í myndinni er rússneska listakonan Sasha Kellerman, Barry Paulson, ísraelska vídeólistakonan Shira Kela, Depinder Kaur og hin umdeilda Labanna Babalon.
The post Danni sýnir í Grikklandi appeared first on FRÉTTATÍMINN.