Brennivínskokteill með bláberjum
45 ml Brennivín (Má skipta út fyrir gin, vodka, pisco eða eitthvað slíkt en ég mæli sterklega með brennivíni, kúmenið parast alveg frábærlega með bláberjum)
30 ml sykursýróp
30 ml sítrónusafi
6-7 bláber kramin með

Uppskrift af sírópinu er 1:1, 1 kg hvítur sykur móti 1 lítra vatni, náð upp að suðu í pott og svo slökkt undir.
Ég mæli með því að hrista drykkina upp með kokteilhristara. Fyrir lengra komna má bæta við einhverjum bitterum, t.d appelsínubitter, til að gefa drykknum auka vídd. Fyrir fólk sem er að undirbúa drykk fyrir stóra hópa mæli ég með að henda öllu saman í blandara og geyma drykkinn í íláti, svo hella bara í glös þegar hentar.

The post Áramótakokteill Kára appeared first on Fréttatíminn.