Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Jafnréttisárið mikla

$
0
0

Mars
#Free the nipple
Þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir birti mynd af brjóstunum á sér á Twitter kom hún af stað byltingu. Hún varð fyrir aðkasti á netinu fyrir að bera brjóstið en í kjölfarið stigu margir fram henni til stuðnings, þar á meðal Björt Ólafsdóttir sem varð fyrsta þingkonan til að frelsa geirvörtuna. Með því að frelsa geirvörtuna vilja konur gengisfella hrelliklám og draga hlutgervingu kvenna, afleiðingar klámvæðingar og brenglaða siðferðisvitund fram í dagsljósið.

13907_Björt Ólafsdóttir
Björt Ólafsdóttir er fyrsta þingkona Íslands til að frelsa geirvörtuna.

 

Maí
#Þöggun og #Konur tala
Mótmæli meðlima Beauty Tips vefsins á þöggun gegn kynferðisofbeldi dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagið. Edda Ýr Garðarsdóttir og Jóhanna Svala Rafnsdóttir gáfu byltingunni andlit þegar þær útbjuggu gula og appelsínugula blöðrukarla sem tákn brotaþola fyrir samfélagsmiðla.

imgres
Júní
#Free the nipple dagurinn haldinn í annað sinn, í þetta sinn á Austurvelli.

Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Stefanía Pálsdóttir, Nanna Hermannsdóttir, Sóley Sigurjónsdóttir, Hildur Harðardóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Azra Crnac og Karen Björk Eyþórsdóttir skipulögðu viðburðinn á Austurvelli. Mynd/Hari

Aldarafmæli kosningarréttar kvenna fagnað víðsvegar um landið. Frú Vigdís Finnbogadóttir var meðal þeirra sem ávörpuðu fjöldann á Austurvelli.

Vigdís Finnbogadóttir Fyrrum forseti Íslands

Júlí
Druslugangan gengin í fimmta sinn í Reykjavík

Drusla
Október
Kennari í Háteigsskóla gagnrýndi stúlkur í 10. bekk fyrir að mæta í magabol í skólann. Í kjölfarið mætti hópur krakka í 10. bekk í magabolum í skólann til að sýna fram á fáránleika þess að reynt væri að stýra því hvernig ungar stúlkur klæði sig. Skólastjórinn baðst síðar afsökunar á atvikinu.

Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum frumsýnd. Þessi mikilvæga mynd Ölmu Ómarsdóttur fjallar um óréttlætið sem þær stúlkur sem sagðar voru vera í ástandinu máttu þola.

Nóvember

Mótmæli við Lögreglustöðina í Reykjavík.
Almenningur krafðist breyttra vinnubragða lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Undanfari málsins var hið svokallaða Hlíðamál, þar sem tveir menn sakaðir um nauðgun á tveimur konum í íbúð í Hlíðunum í aðskildum málum, voru ekki settir í gæsluvarðhald.

naudganamotmaelafundur 00086

Konum blæðir og konur blæða
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ spurði þingkonan Heiða Kristín Helgadóttir á Alþingi Tilgangurinn var að vekja athygli á túrskattinum en á meðan skattur á smokka og bleiur er lækkaður helst 24% skattur á dömubindi og túrtappa.

#Daginn eftir
Héraðsdómur sýknaði fimm menn af kæru um hópnauðgun í Breiðholti í fyrra, þótt fyrir lægi myndbandsupptaka. Í kjölfarið fór önnur myllumerkisbylting af stað á vefnum, #Daginn eftir, þar sem þolendur ofbeldis sögðu frá margskonar viðbrögðum við ofbeldi.
Málinu hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Elsku stelpur.
Hagaskólastelpur komu, sáu og sigruðu í hæfileikakeppninni Skrekkur með feminískum gjörningi sem fékk hár allra sem hann sáu til að rísa.

Desember
Innanríkisráðuneytið ákvað að setja af stað vinnu við greiningu á því sem betur megi fara við meðferð nauðgunarmála.

 

The post Jafnréttisárið mikla appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652