Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Aukasýningar á Frama í janúar

$
0
0

Frami er nýtt verk eftir Björn Leó Brynjarsson í uppsetningu sviðslistahópsins TAKATAKA. Verkið var frumsýnt í haust í Tjarnarbíói og vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda þrjár aukasýningar í janúar. Verkið fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig. Hann upplifir sig á skjön við nútímann og nærir biturð sína gagnvart farsælasta listamanni Íslands ásamt því að vera heltekinn af eigin líkamsvexti. Við fylgjumst með persónunni elta galsakenndar fantasíur sínar og ranghugmyndir í leit að frama þar sem mörkin milli raunveruleika og óra mást út. Í verkinu endurspeglast nútímaleg þörf eftir ævintýrum og breytingum í samfélagi sem stundum virðist vera komið í hugmyndafræðilegt öngstræti.
„Einn af hápunktum hinnar frábæru Lókal/RDF hátíðar var að mínu mati, Frami; nýtt verk eftir Björn Leó Brynjarsson. Spennandi texti og uppsetningin leikstjóra og öllum aðstandendum til sóma,“ sagði Stefán Jónsson, leikstjóri og fagstjóri leiklistardeildar LHÍ. Aukasýningarnar verða dagana 9. 15. og 22. janúar og hefjast þær allar klukkan 20.30.

The post Aukasýningar á Frama í janúar appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652