Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fíkniefnalögreglumaður í gæsluvarðhaldi

$
0
0

Grunsemdir vöknuðu fyrir nokkru um að starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætti í óeðlilegum samskiptum við brotamenn.

Fyrir nokkru var listi yfir fanga í gæsluvarðhaldi birtur í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar. Á listanum var nafn starfsmanns fíkniefndadeildarinnar. Skömmu síðar var nafn lögreglumannsins tekið út af listanum.

Aðspurður um hvort lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færi sjálf með rannsókn málsins svaraði Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að „Hjá miðlægri rannsóknardeild LRH eru fyrirhugaðar breytingar, m.a. er varða fíkniefnadeild, og viðbúið að þær taki gildi á fyrrihluta ársins. Embætti héraðssaksóknara fer með mál ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans. LRH, eins og önnur lögregluembætti, kemur upplýsingum um slíkar grunsemdir til þess embættis héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara en fjallar ekki um slík mál sjálf.“

Nýlega var starfsmaður lögreglunnar færður til í starfi vegna þráláts orðróms um leka eða misferli í starfi. Um er að ræða starfsmann sem átti í sambandi við uppljóstrara og hafið vald til að framkvæma aðgerðir. Hann gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild á sama tíma en eins og fjallað var um á Vísi hefur verið gagnrýnt að slíkt verklag sé ekki aðskilið. Það er ekki sami maður og situr í gæsluvarðhaldi.

Uppfært:  Óljóst er hvort rannsókn málsins sé í höndum embættis ríkissaksóknara eða héraðssaksóknara.

 

The post Fíkniefnalögreglumaður í gæsluvarðhaldi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652