Götumatarmarkaðurinn Krás vakti mikla lukku í Fógetagarðinum í fyrrasumar og í dag hefjast leikar á ný. Krás verður opinn næstu níu laugardaga, eða út ágústmánuð. Krás verður opnað með pompi og prakt klukkan 13 í dag og mun Samúel Jón Samúelsson Big Band gefa tóninn áður en fólk getur heilsað upp á tólf spennandi veitingabása.
Nokkrir veitingastaðir verða með bás allar níu helgarnar en aðrir verða aðeins einu sinni. Að þessu sinni verður götumatur frá veitingastöðunum Kol, The CooCoo’s Nest, Walk the Plank, Fredriksen, Momo Ramen, Apótekinu, Móður náttúru, Public House, Kjallaranum, Austurlandahraðlestinni og Sushivagninum. Þá mun Skúli Craft Bar sjá um vínveitingarnar. Skipuleggjendur Krásar eru sem fyrr þau Gerður Jónsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson.
The post Krás opnar aftur í dag appeared first on FRÉTTATÍMINN.