Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all 7652 articles
Browse latest View live

Fjórir létu lífið í bílslysum

$
0
0

Fjórir hafa látist í bílslysum í dag vegna mikilla snjókomu og hálku sem hefur verið undanfarna daga í Bretlandi og m.a. hafa hundruðir skóla neyðst til þess loka, vegna mikilla samgöngutruflana í stórum hluta Bretlands. Í dag var búið að loka meira en 340 skólum.

Fjölda lesta- og flugferða hefur verið aflýst og sumum vegum hefur einnig verið lokað eftir miklar snjókomur á stóru svæði.

Lögreglan hefur tilkynnt um slæm akstursskilyrði og lokanir á vegum og varað við mörgum ökutækjum sem að sitja föst víðsvegar í vegaköntum á þessum kaldasta vetri síðan 1991.

Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna mikillar snjókomu í Skotlandi. Humza Yousaf, skoski samgönguráðherrann, sagði að nú væri gul viðvörun fyrir jarðfallinn snjó og vind, meðfram allri austur ströndinni og yfir miðbeltið milli Edinborgar og Glasgow og eins langt vestur og að Greenock.

Gul viðvörun hefur verið virk, frá því snemma á miðvikudaginn og gæti verið breytt í rauða viðvörun vegna veðurs á ákveðnum svæðum.  Veðurfræðingar segja að verstu svæðin gætu mælst með yfir 40 cm. af snjó.

Yousaf sagði enn fremur ,,Við erum að fylgjast með og sterklega er gert ráð fyrir því að breytt verði í rauða viðvörun. Það þýðir áframhald á truflunum ásamt lokunum á skólum.“

The post Fjórir létu lífið í bílslysum appeared first on Fréttatíminn.is.


Maður í gæsluvarðhaldi eftir að þrír létust í bruna

$
0
0

Maður í gæsluvarðhaldi eftir að þrír létust í bruna á norður Írlandi

Maðurinn sem er 27 ára, er grunaður um morð eftir að þrír menn dóu í eldi í húsi á norður-Írlandi. Rannsóknarlögreglan sem rannsakar eldinn sem kom upp í húsi í Derrylin, Co Fermanagh fór fram á handtökuna en maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á sjúkrahús til meðferðar. Áður en hann var færður í fangageymslu.

Lögreglumenn sögðu ,,að minnsta kosti þrír menn hafi látist í eldinum.“

Rannsóknarlögreglumaðurinn Jason Murphy sagði: ,,Eldsvoðinn hefur tekið a.m.k. þrjú líf og við fyrstu sýn teljum við öruggt að eldurinn hefur verið kveiktur af manna völdum.
Við höldum áfram að rannsaka vettvanginn með samstarfsfólki okkar á norður Írlandi. Hugur okkar er hjá fjölskyldu, vinum, samfélaginu og öllum þeim sem eru aðilar að þessu hörmulegu atviki.“

 

The post Maður í gæsluvarðhaldi eftir að þrír létust í bruna appeared first on Fréttatíminn.is.

Norðmenn banna hálf-sjálfvirk skotvopn – Fjöldamorðin í Florida og í Útey

$
0
0

Norðmenn hyggjast banna hálf-sjálfvirk skotvopn frá og með árinu 2021.  – Heilum áratug eftir fjöldamorð Anders Breivik, sem drap 69 ungmenni í Útey

,, Í dag er ljóst að almennur vilji er fyrir því í Þinginu hjá öllum flokkum að sjálfvirk og hálf sjálvirk vopn verði bönnuð í Noregi, “ sagði Peter Frolich á norska þinginu í gær.

Bannið, sem mun væntanlega öðlast gildi árið 2021, kemur í kjölfar umræðunnar um hálf sjálfvirk vopn í Bandaríkjunum og fjöldamorðið sem var í barnaskóla í Flórída á dögunum þar sem að  17 nemendur voru skotnir til bana og kennari, þann 14. febrúar s.l.

Utøya fjöldamorðin sem Anders Breivik framdi árið 2011, koma aftur upp í huga fólks í Noregi þegar að börnin voru myrt í skólanum í Florida á dögunum

Fjöldamorðin í Noregi sem áttu sér stað þann 22. júlí 2011, þegar maður var dulbúinn sem lögreglumaður og var vopnaður með Ruger Mini-14 hálf-sjálfvirkum riffil og Glock skammbyssu koma upp í huga fólks á þessum tímamótum.         Ruger Mini-14, sjálfvirk

Breivik drap 69 einstaklinga og flest fórnarlömbin voru unglingar sem voru að sækja æskulíðs samkomu hjá pólitískum flokki í Útey í Noregi.

Nokkrum klukkustundum fyrir fjöldamorðin, hafði hann drepið átta manns í sprengjuárás rétt við þinghúsið í Ósló.                        Glock skammbyssa

Frumvarpið sem lagt hefur verið fram, gerir ráð fyrir nokkrum undanþágum, einkum til að nota skotvopn í íþróttum. Frolich sagði að frumvarpinu hefði seinkað vegna þess að margir veiðimenn í Noregi nota hálf-sjálfvirk skotvopn við veiðar.

Það þurfti að fara vandlega yfir það hvernig ný skotvopna lög myndu hafa áhrif á veiðimenn.

 

Breivik sem er nú 39 ára og ber nafnið Fjotolf Hansen, var dæmdur árið 2012 í 21 árs fangelsi  sem að hægt er að framlengja að eilífu svo lengi sem hann er talinn vera ógn við samfélagið.

The post Norðmenn banna hálf-sjálfvirk skotvopn – Fjöldamorðin í Florida og í Útey appeared first on Fréttatíminn.is.

Streita og álag í vinnu – Neikvæð áhrif á líðan og heilsu

$
0
0

Mikil streita og álag í vinnu getur haft neikvæð áhrif á líðan og heilsu starfsfólks og skaðað vinnu umhverfið. Það er ýmislegt sem starfsfólk og stjórnendur geta gert til að sporna við þessu.  Líf og sál tekur að sér að aðstoða starfsfólk og vinnustaði í slíkum málum

Við hjá Fréttatímanum erum út- taugaðir og hund- stressaðir og þess vegna höfðar svona góð greining vel til okkar og munum hafa það á bak við eyrað að ganga alla leið og bara hreinlega panta tíma. Það ætti engin að hika við að gera til að vinna úr málunum.

En alla vega til að byrja með, þá er vert að hlusta á góð ráð enda eru íslendingar yfir höfuð mjög stressaðir. Með allt of langan vinnudag og alltaf að flýta sér enda allir sem einn ómissandi fólk eins og eitt sinn var sungið um.

 

Allsnakinn kemurðu í heiminn
og allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt.

Og eftir lífsins vegi
maður fer það sem hann fer
en veistu á miðjum degi
dauðinn tekur mál af þér.

Ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk.

Allsnakinn kemurðu í heiminn
allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér fannst þú hafa dregið á þurrt.

Ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk.

Magnús Eiríksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

The post Streita og álag í vinnu – Neikvæð áhrif á líðan og heilsu appeared first on Fréttatíminn.is.

Fulltrúar ASÍ telja að almenn sátt hafi ekki náðst um launastefnu, því haldi uppsagnarheimild gildi sínu

$
0
0

Forsendunefnd lýkur störfum í ágreiningi

Forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar skv. kjarasamningum aðila frá 2015 hefur lokið störfum. Aðilar eru ekki sammála um hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist.

Fulltrúar ASÍ telja að frá því að nefndin úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um launastefnuna og því haldi uppsagnarheimildin gildi sínu.

Fulltrúar SA í forsendunefnd telja hins vegar að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna 12 mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga. Báðir aðilar eru hins vegar sammála um að hin forsendan, sem snýr að kaupmáttaraukningu, hafi staðist.

The post Fulltrúar ASÍ telja að almenn sátt hafi ekki náðst um launastefnu, því haldi uppsagnarheimild gildi sínu appeared first on Fréttatíminn.is.

Guðni Th. Jóhannesson afþakkar hækkun Kjararáðs – Biskup lagðist á bæn um hækkun

$
0
0

Forseti Íslands afþakkar launauppbót frá Kjararáði sem hefur verið ein örlátasta stofnun sem um getur þegar að kemur að ákvörðunum launa æðstu ráðamanna og sumra ríkisstarfsmanna eins og frægt er orðið. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að fara ofan í saumana á starfsemi Kjararáðs og stokka þar upp, eins og áður hefur verið greint frá.

Guðni Th. Jóhannesson, gefur peninginn sem Kjararáð bætti ofan á ríkuleg laun ráðamanna í góðgerðarstarfsemi eins og kunnugt er og er stoltur af því og ánægður.

Biskup Íslands vildi ekki tjá sig um það þegar að hún var spurð um hvort að hún ætlaði að gefa eitthvað til góðgerðarmála af vænni eingreiðslu upp á rúmlega 3.3 milljónir króna sem að hún fékk greitt afturvirkt eftir að hafa beðið Kjararáð um hækkun launa.

Sem að hún fékk auðvitað frá Kjararáði, upp á 18% sem að skilar henni þá 1.553.359 krónum á mánuði í laun fyrir utan að hún býr nánast frítt í 487 fermetra einbýlishúsi sem að kirkjan á, auk annara ótalinna fríðinda sem eru fyrir utan beinar launagreiðslur.

Heildar launagreiðslur fyrir árið með afturvirku greiðslunni ætti að skila  22.000.000 krónum til Biskups í árs laun og þá er ótalið nánast frítt einbýlishús upp á um 500 fm. , ferða-og bílakostnað og allt annað. Með fríðindum má áætla um sé að ræða um 30.000.000 kr. á árinu.

Tíund af 30.000.000 kr. eins og boðað er í biblíunni ættu þá að vera 3.000.000 kr. ef að það viðmið væri notað, kysi Biskupinn að gefa eitthvað til góðgerðarmála, en eins og áður sagði, þá fór Agnes Biskup undan í flæminig og var brugðið við spurningu fréttamanns og sagðist orðrétt ,,ekkert svara því um hvort að hún mundi gefa eitthvað til góðgerðarmála.“

Agnes sagðist ,,ekki persónulega hækka í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar.“ Flestir mundu þó álykta að um sömu persónuna væri um að ræða, þar sem að engin önnur en hún er æðsti maður þjóðkirkjunnar. En ekki hafa fengist frekari skýring á þessari útskýringu Biskups en líklegt verður þó að telja að launagreiðslur lendi á hennar reikningi.

Guðni Th. Jóhannesson, sagðist ekkert hafa beðið um þessa peninga frá Kjararáði og afþakkaði þá og m.a. líka það, að handhafar forsetavalds fylgdu honum út á flugvölll þegar hann fer úr landi, líkt og tíðkast hefur um ferðir forsetans hingað til. Jafn undarlegt eins og það kann að hljóma að einhver ráðamaður eða ráðherra, sitji með í bíl með Forsetanum út á völl, enda margar ferðir farnar um há nótt m.a. Guðni tekur bara ekki þátt í svona rugli.

Guðni Th. Jóhannesson bað fórnarlömb uppreist æru málanna afsökunar fyrir sína aðkomu og bauð þeim til sín í heimsókn í Forsetabústaðinn. Aðrir sem að komu að þeim málum hefðu mátt sýna vott af sóma en við þekkjum þá sögu nú og ekki var hún falleg og engar hafa afsökunarbeiðnirnar verið eða afsagnirnar ef að frá er talin afsögn heillar Ríkisstjórnar. Þegar að Björt Framtíð sleit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar út af leyndarhyggju vegna kynferðisbrotamála og að faðir hans hafði skrifað upp á uppreist æru en því leynt af fyrrverandi Dómsmálaráðherra sem er einnig núverandi Dómsmálaráðherra.

Hvað gerðist svo í þeirri tilraun til siðbóta á Íslandi, hjá Bjartri Framtíð?

Jú, Þjóðin kaus sama fólkið aftur í sömu stólana en siðbótaflokkurinn þurrkaðist út.

Eliza Reid eiginkona Forsetans mætti glæsileg á Edduna. Í forláta jakka sem að margir höfðu orð á hvað væri fallegur: Eliza keypti jakkann í Rauðakrossbúðinni í Þingholtunum.

,,Gaman var á Edduhátíðinni í gærkvöldi, til hamingju verðlaunahafar og þið öll sem voruð tilnefnd! // lots of fun at the Edda Awards last night. Congrats to all winners and nominees. All of you abroad, go out and enjoy some Icelandic film and tv!“ sagði Eliza

The post Guðni Th. Jóhannesson afþakkar hækkun Kjararáðs – Biskup lagðist á bæn um hækkun appeared first on Fréttatíminn.is.

Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ – Kjarasamningar a.m.k. 100.000 launamanna í uppnámi

$
0
0

Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ

ASÍ hefur fundað með SA og stjórnvöldum um endurskoðun kjarasamninga. Það er ljóst að þær viðræður eru í hnút núna og lauk forsendunefnd fundi sínum í gær með ágreiningi

Þegar hafa Rafiðnaðarsambandið, Stéttarfélagið Framsýn, Afl starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Akraness, VR og Félag rafvirkja,  lýst því yfir að þau séu hlynnt því að samningum verði sagt upp.

Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í gærkvöld af sinni hálfu og minntist þar sérstaklega á Kjararáð en miklar deilur og óánægja hefur verið í samfélaginu um úrskurði þess um laun til þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráðherra og annarra sem undir ráðið heyra. Sá mikli munur sem að myndast hefur eða réttara sagt gjá á milli almennra launþega og svo annara hópa í samfélaginu, hafa sett stórt strik í reikninginn. Nú síðast í gær kom fram að Landsvirkjun hafði t.d. hækkað laun æðstu aðila fyrirtækisins um 45% á ári.

Ekki er ólíklegt að forysta þeirra sem að semur um laun í umboði launþega, verði að líta til slíkra hækkana og hækkana Kjararáðs þegar að þeir semja um laun í umboði launþega.

En í viðræðum um launamál hefur einnig komið fram að það þurfi að semja um krónutölu hækkun en ekki prósentu hækkun, þar sem að há prósentuhækkun á ofurlaun gefi allt of mikla hækkun sem að hefur myndað þá gjá sem að myndast hefur á vinnumarkaði.

Fulltrúar samninganefndar ASÍ hafa að undanförnu, og nú síðast í gær, fundað með SA og stjórnvöldum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna endurskoðunar kjarasamninga.

Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd telja að forsendur kjarasamninga sé brostnar, en þegar sú staða kemur upp ber aðilum að leita viðbragða hjá gagnaðila og/eða stjórnvöldum til að kanna hvort vilji sé til þess að koma til móts við aðila vegna forsendubrestsins. Nú er beðið viðbragða við þessum málaleitunum en endanleg afstaða til framhaldsins verður tekin á miðvikudaginn.

Yfirlýsing ríkistjórnarinnar í tengslum við endurskoðun kjarasamninga

Ríkisstjórnin sendi í gærkvöld frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu um aðgerðir í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði

Öflugur vinnumarkaður er forsenda efnahagslegrar og félagslegrar velferðar. Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vilja sínum til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að því markmiði að auka kaupmátt á grundvelli lágrar verðbólgu og vaxta og stöðugs gengis með félagslega velferð að leiðarljósi.

Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017 segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launafólki og samfélaginu raunverulegum ávinningi.

Sátt á vinnumarkaði er nauðsynleg forsenda þess að stuðla að stöðugu verðlagi og jafnvægi og skapa þannig efnahagsleg skilyrði til lægra vaxtastigs og bættra lífskjara.

Samtal stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins hófst í desember sl. Fundir hafa verið haldnir um einstök mál, svo sem félagslegar undirstöður, vinnumarkaðstengda sjóði og fjármögnun þeirra, menntamál, efnahagsmál, kjararáð og undirstöður launatölfræði. Á grunni þessa samtals hefur eftirfarandi vinna verið unnin:

• Kjararáð. Nefnd var skipuð um kjararáð og hefur hún lokið störfum. Niðurstaða nefndarinnar var að hverfa ætti frá því að úrskurða í kjararáði um laun þjóðkjörinna fulltrúa, æðstu embættismanna, ráðherra og annarra sem undir ráðið heyra.

Laun þjóðkjörinna fulltrúa og dómara skyldu ákveðin í lögum og endurskoðuð árlega með einfaldri viðmiðun. Þá fór nefndin yfir valkosti við að jafna þróunina á tímabili rammasamkomulags á vinnumarkaði á milli þeirra sem standa utan og innan kjararáðs.

• Þjóðhagsráð. Forsætisráðherra hefur lagt fram tillögu til aðila vinnumarkaðarins um að útvíkka hlutverk ráðsins til að tryggja samhengi og jafnvægi efnahagslegs og félagslegs stöðugleika í umræðu um stjórn opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála.

• Launatölfræði. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um nauðsyn þess að gera umbætur á úrvinnslu og nýtingu tölfræðiupplýsinga um laun og undirbúa upptöku launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd. Stofnaðar verða tvær nefndir um bætta launatölfræði.

Samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um efnahagslegan og félagslegan stöðugleika verður haldið áfram í Þjóðhagsráði á þessu ári. Þessu til viðbótar lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún er reiðubúin að standa að eftirfarandi velferðarmálum á vinnumarkaði á árinu 2018.

Á Alþingi í gær óskaði Jón Þór Ólafsson eftir upplýsingum um stöðu mála og kvartaði yfir því að Forsætisráðherra hefði ekki veitt neinar upplýsingar um stöðu mála.

,,Á morgun verður tekin ákvörðun um það hjá ASÍ hvort eigi að segja kjarasamningum lausum, 100.000 vinnumanna, eða heimila að aðildarfélögin geti gert það. Þetta er það einstaka, stærsta málefni samfélagsins sem við erum að semja um núna.

Ég hef óskað eftir sérstakri umræðu alveg frá því 14. desember til að ræða þetta mál, sátt á vinnumarkaði og kjararáð, við forsætisráðherra. Mér var bent á að ég gæti rætt það í janúar.

Ég sendi þá beiðni og vildi fá umræðuna eftir að skýrslur hæstv. forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, væru komnar fram. Hún setti á laggirnar tvær nefndir sem voru nýlega búnar að gefa út skýrslurnar, en áttu ekki að koma fyrr en 10. febrúar, komu svo held ég 14. febrúar. Ég nefndi að vildi fá umræðuna þá. Ekki hefur orðið við því.

Forseti Alþingis getur sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni …“ — og svo framvegis.

En hvers vegna er þetta? Jú, ef málefnið er „… í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu …“

Hvað segja fjármálaráðherra og forsætisráðherra um þetta mál? Sem forsætisráðherra sagði Bjarni Benediktsson í stefnuræðu þegar þing kom saman í haust.

„Það er lítil samvinna til staðar og skipulagið í kjaraviðræðum er tilviljanakennt …“ — „… er stærsti einstaki veikleiki íslenskra efnahagsmála um þessar mundir …“

Katrín Jakobsdóttir sagði við stjórnarmyndun,: „Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði, …“

Ég óska eftir sérstakri umræðu þar sem þingið getur talað saman áður en ákvörðunin er tekin á morgun um að slíta kjarasamningum 100.000 launamanna, og ræða það hér í þinginu við forsætisráðherra þannig að við gefum skilaboð til samfélagsins hvað við ætlum að gera í þessu máli.

Það er ýmislegt sem við getum gert. Mér er sagt að ég geti fengið umræðu á fimmtudaginn, daginn eftir ákvörðunina. Ég vil beina því til hæstvirts forsætisráðherra og forseta þingsins að við fáum þessa sérstöku umræðu á dagskrá á morgun, Það er það mikilvægt.“ sagði Jón Þór um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði.

The post Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ – Kjarasamningar a.m.k. 100.000 launamanna í uppnámi appeared first on Fréttatíminn.is.

Formannafundur ASÍ vildi ekki segja upp samningum

$
0
0

Formannafundur ASÍ vildi ekki segja upp samningum

Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.

Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.

Niðurstaða formanna:

Já, vil segja upp 21 (42,9%)

Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)

Vægiskosning:

52.890 (66,9%)

Nei 26.172 (33,1%)

Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.

Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.

Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.

 

 

The post Formannafundur ASÍ vildi ekki segja upp samningum appeared first on Fréttatíminn.is.


Áætlaður ávinningur ríkissjóðs vegna Kaupþings/Arion banka eru rúmir 150 milljarðar

$
0
0

Áætlaður fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs vegna Kaupþings/Arion banka rúmir 150 milljarðar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur til nánari skýringar tekið saman yfirlit yfir fjárhagsleg áhrif vegna endurreisnar Arion banka í kjölfar fjármálaáfallsins 2008 og tekna af stöðugleikaframlagi Kaupþings í ríkissjóð í tengslum við samning slitabúsins við Seðlabanka Íslands vegna veitingar undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Áður hefur komið fram að þessi áhrif nema samanlagt ríflega 150 ma.kr. og sundurliðast sú fjárhæð sem hér segir:

Upphaflegt framlag vegna stofnunar Arion banka -9,9
Vaxtagjöld af RIKH 18 vegna hlutafjárframlags -6,7
Eignarhlutir í Arion banka 9,9
Arðstekjur frá Arion banka 2,7
Aukning á virði Arion banka við beitingu kaupréttar 13,5
Kaupréttarverð 23,4
Samtals ávinningur af hlutafjárframlagi til Arion banka 9,6
Fjármögnun víkjandi lána -29,4
Viðbótarframlag vegna víkjandi lána -6,5
Vaxtagjöld af RIKH 18 vegna fjármögnunar víkjandi lána -6,7
Tekjur af víkjandi lánum 8,3
Virði víkjandi láns 35,9
Samtals ávinningur af víkjandi lánum án gengisáhrifa 1,7
Nettó tekjur ríkisins af framlögum vegna stofnunar Arion Banka 11,2
Matsvirði stöðugleikaeigna
Þar af skuldabréf vegna Arion banka 84,0
Þar af áætlað vegna afkomuskiptasamnings vegna Arion banka 19,5
Þar af aðrar eignir 23,8
Vaxtatekur af skuldabréfi vegna Arion banka 8,2
Áætluð breyting á virði annarra stöðugleikaeigna 4,4
Samtals tekjur af stöðugleikaeignum 139,9
Nettó heildartekjur ríkisins vegna Kaupþings og Arion banka 151,1

 

Til skýringar á einstökum liðum skal eftirfarandi tekið fram:

Byrjunarstofnframlag ríkissjóðs vegna hinna nýju viðskiptabanka var staðgreitt í október 2008, en við endanlega stofnfjármögnun þeirra á árunum 2009 og 2010 voru hlutafjárframlög og víkjandi lán fjármögnuð með útgáfu skuldabréfa, en stofnaður var sérstakur skuldabréfaflokkur með breytilegum vöxtum í þessu skyni (RIKH 18).

Arion Banki, Borgartúni

Við endanlega fjármagnsskipan Arion banka voru framlög ríkissjóðs samtals 39,3 ma.kr., sem skiptust í hlutafé annars vegar og víkjandi lán hins vegar. Síðar fékk Arion banki viðbót í formi víkjandi lána að fjárhæð 6,5 ma.kr.

Ríkissjóður hefur frá upphafi greitt Arion banka 13,3 ma.kr. í vexti af þeim skuldabréfum sem bankanum voru afhent. Víkjandi lán ríkissjóðs til Arion banka voru tvö, alls að fjárhæð 35,9 ma.kr og voru þau að fullu uppgreidd um mitt ár 2016.

Alls fékk ríkissjóður 8,3 ma.kr. í vaxtatekjur af þeim víkjandi lánum, en áhrif þeirra lánveitinga eru hér sýnd án gengisáhrifa. Hlutafjárframlag til Arion banka var metið 9,9 ma.kr. en söluverð hlutarins við nýtingu kaupréttar Kaupþings nam 23,4 ma.kr.

Stöðugleikaframlög slitabús Kaupþings í upphafi árs 2016 voru metin á alls 127,3 ma.kr. Stærstur hluti þeirra var í formi skuldabréfs sem Kaupþing gaf út til ríkissjóðs með veði í hlutabréfum Arion banka að fjárhæð 84 ma.kr. og nema ætlaðar vaxtatekjur af því skuldabréfi 8,2 ma.kr.

Þá er afkomuskiptasamningur í tengslum við sölu á Arion banka metinn á 19,5 ma.kr. Matsvirði annarra eigna nemur 23,8 ma.kr. og loks er áætluð breyting á virði þeirra um 4,4 ma.kr.

The post Áætlaður ávinningur ríkissjóðs vegna Kaupþings/Arion banka eru rúmir 150 milljarðar appeared first on Fréttatíminn.is.

Tónleikar á heimsmælikvarða í HOFI – Matteusarpassía J.S.Bach

$
0
0

Um páskana verða tónleikar á heimsmælikvarða í HOFI. Sjálf Matteusarpassía J.S.Bach, eitt stórbrotnasta tónverk sögunnar 

Einvalalið heimskunnra söngvara og hljóðfæraleikara frá fjölmörgum löndum ganga til liðs við listamenn frá Norðurlandi til að flytja þetta fallega, átakanlega en um leið hátíðlega tónverk þar sem Hymnodia, Kammerkór Norðurlands, Stúlknakór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameina krafta sína undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Eins og sjá má hér fyrir neðan er farið að saxast á sætin. Hægt er að smella á slóðina hér fyrir neðan til að tryggja sér miða á þennan mikilvæga viðburð á Norðurlandi.

https://tix.is/is/mak/buyingflow/tickets/4631/   Velkomin í HOF um páskana

The post Tónleikar á heimsmælikvarða í HOFI – Matteusarpassía J.S.Bach appeared first on Fréttatíminn.is.

Fannst látinn í íshelli á Blágnípujökli

$
0
0
Björgunarmenn komust að og náðu íslenskum karlmanni á sjötugsaldri úr íshelli í Blágnípujökli á tólfta tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi

Samferðafólk mannsins var flutt í skála í Kerlingafjöllum og verður flutt áfram þaðan til byggða. Veður hefur hamlað flugi og það var ekki fyrr en nú fyrir stundu að gat kom sem gerði flugmönnum LHG kleyft að fljúga af vettvangi. Aðrir sem að verkefninu komu eru á leið til byggða en sú ferð mun taka einhvern tíma.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er.

Lögreglan þakkar björgunaraðilum öllum, hvort sem þeir koma úr björgunarsveitum, slökkviliðum, frá Landhelgisgæslu eða sjúkraflutningum nú eða ferðaþjóustuaðilum sem veittu mikilvæga aðstoð kærlega fyrir vinnuframlag þeirra og framlagningu á tækjum, búnaði og aðstöðu.

Uppfært kl. 21:50

Fyrstu menn eru nú komnir inn í íshellinn til leitar. Um 130 björgunarsveitarmenn eru á leið eða komnir á vettvang og eru þá liðsmenn slökkviliða og sjúkraflutninga ótaldir.

Uppfært kl. 21:00

Fyrstu björgunarsveitarmenn eru nú komnir á vettvang við íshellinn í Hofsjökli. Vitað er að styrkleiki brennisteinsvetnis er hár í hellinum enda voru þeir sem voru í samfylgd með manninum sem nú er leitað með mælitæki meðferðis.

Verkefni fyrstu manna er að setja upp búnað til björgunaraðgerða en lagt er upp úr því að það gerist hratt og örugglega en að öryggi björgunarmanna sé tryggt.

Þyrla LHG skilaði fystu mönnum í Kerlingafjöll en þaðan voru þeir fluttir með snjósleðum starfsmanna í Kerlingafjöllum á vettvang. Á vettvangi eru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir.

Lögregla hefur upplýst aðstandendur mannsins sem leitað er að um stöðu mála.

Aðgerðarstjórnstöð er í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi.

Eldra

Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2

Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom.

Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum.

The post Fannst látinn í íshelli á Blágnípujökli appeared first on Fréttatíminn.is.

Grátbað um sálfræðiaðstoð í tvær vikur fyrir sjálfsvígið

$
0
0

Fanginn sem fyrirfór sér á Kvíabryggju þann 13. febrúar sl. hafði grátbeðið um viðtal við sálfræðing í tvær vikur áður en hann tók eigið líf 

Ljóst er skv. upplýsingum sem að Fréttatíminn hefur aflað sér, að andlegt ástand mannsins var mjög slæmt og að hann þurfti nauðsynlega á hjálp sálfræðinga og geðlækna.  Maðurinn var greindur með geðklofa. Hann fékk ekki þá hjálp sem hann hafði óskað ítrekað eftir. Í fangelsum á víðsvegar á Íslandi eru um 130 fangar en aðeins fjórir sálfræðingar.

Fangelsið á Kvíabryggju

Fréttatíminn hafði samband við Pál Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunnar og sagði hann við Fréttatíman ,,að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra skjólstæðinga stofnunarinnar.“ En gat þess að fjórir sálfræðingar, í þremur stöðugildum vinni samtals í öllu fangelsum landsins.

Blaðamaður beindi því til Páls að nóg væri af starfandi sálfræðingum í nágrenni við Kvíabryggju, í þessu tilfelli

,,Við höfum ekki fjármagn til þess að fjölga sálfræðingum eða kaupa utanaðkomandi þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga.“

Fréttatíminn hefur undir höndum upplýsingar að manninum hafi verið boðið upp á tuttugu mínútna Skype samtal við sálfræðing en hann hafi afþakkað það boð, þar sem það hefði verið allt of ópersónulegt og ekki hugnast honum í því ástandi sem að hann var í.

Fékk meðferð á Sogni

Styrmir var áður dæmdur ósakhæfur vegna geðklofa og fékk loks meðferð á Sogni þar sem hann fékk tilheyrandi lyf og þjónustu.

Allt í einu sakhæfur

Allt í einu, þrátt fyrir að hafa áður verið dæmdur ósakhæfur vegna geðklofa var hann dæmdur sakhæfur í Héraðsdóm Reykjavíkur þann 5. júní 2015 fyrir fyrir tilraun til manndráps. En til vara, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa að kvöldi laugardagsins 10. janúar 2015, fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð í Reykjavík, stungið annan aðila með hnífi í brjóstkassann með þeim afleiðingum að hann hlaut 4 sm skurðsár á brjósti og loftbrjóst hægra megin.

Fjölga fangelsisplássum en ekki sálfræðingum

Hægt var að byggja fangelsið á Hólmsheiði sem er með 56 nýjum fangarýmum og kostaði alls 2.7 milljarða króna og á sama tíma er niðurskurður á fjárveitingum til Fangelsismálastofnunnar um 12 milljónir króna á ári og því ekki almennilega hægt að sinna mikilvægum þörfum fanga í betrunarvist.

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifa í Kvennablaðið þann 25. apríl 2017 að sálfræðingur hefði ekki stigið inn í fangelsið á Akureyri í næstum tvö ár þar til daginn eftir að fangi þar hafi svipt lífi.

Mikil reiði hefur blossað út á samfélagsmiðlum eftir að þetta atvik átti sér stað þann 13. febrúar og telja margir að fækka eigi fangelsisplássum verulega á meðan ekki er hægt að sinna þörfum fanga sem eru að reyna að verða betri menn og komast út í lífið.

Fangelsið á Kvíabryggju er staðsett á jörðinni Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Á árinu 2007 var byggt við fangelsið og nú er hægt að hýsa þar 23 fanga. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi, þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli.

Fangelsið Sogn er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. þar er pláss fyrir 22 fanga við góðar aðstæður. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi sem felur í sér að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum.

Í fangelsinu á Hólmsheiði eru 56 fangapláss á 8 deildum sem skiptast í almennar deildir, gæsluvarðhaldsdeildir og kvennadeildir.

Fangelsið Litla-Hrauni er lokað fangelsi með 9 deildir sem rúma allt að 87 karlfanga. 

Fangelsið á Akureyri er starfrækt í húsnæði lögreglunnar á Akureyri.  Aðstaða er fyrir 10 afplánunarfanga og einn gæsluvarðhaldsfanga.

Að framantöldu, hlýtur öllum að vera ljóst að fjórir sálfræðingar geta á engan hátt annað þessum fangelsum vítt og breitt um landið og öllum þeim 130 föngum sem að þar eru vistaðir.

Ríkinu er falið að sjá um vistun fanga á Íslandi og ber ábyrgð á þeim, þann tíma sem að þeir eru í afplánun innan veggja fangelsa í landinu. Úrbætur ættu að eiga sér stað strax, þar sem að fangar eru sá hópur sem að þarf sérstaklega á heilbrigðisþjónustu sem þessari að halda. En eins og sagan sýnir þá eru sjálfsvíg tíð í gegnum árin í fangelsum landsins .

 

 

 

 

Finnst þér Fangelsismálastofnun vinna vinnuna sína rétt ?

Hefur þú eitthvað um málið að segja ?
Sendu okkur tölvupóst á frettatiminn@frettatiminn.is

The post Grátbað um sálfræðiaðstoð í tvær vikur fyrir sjálfsvígið appeared first on Fréttatíminn.is.

Eyþór Arnalds er útvalinn af guði – Söfnun til að reisa varnarmúr um Reykjavík

$
0
0

Eyþór Arnalds býður sig fram sem Borgarstjóri í Reykjavík að ósk Guðs – Söfnun til að reisa varnarmúr um Reykjavík til þess að verjast Djöflinum, 25.000 kr. er verð á múrsteini

Sjálfur kveðst Eyþór ekki hafa sóst eftir embættinu og helst viljað koma sér undan því að fara í framboð til borgarstjórnar. En Guð og æðri máttarvöld hafi stjórnað því að hann sé borgarstjóraefni Reykjavíkur. ,,Vegir guðs eru órannsakanlegir.“ segir Eyþór.

Hér heldur Guðmudur Örn á merki Reykjavíkurborgar sem er skjöldur gegn Djöflinum. 
Bað fólk í Jesú nafni, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

,,Hver verður Landstjórinn? Hver verður Borgarstjórinn í Reykjavík? Ég trúi því að hann sitji hérna við hliðina á mér.“segir Guðmundur Örn við viðmælanda sinn á trúarstöðinni Omega, Eyþór Arnalds, sem að þakkar honum fyrir með handabandi. Svo dásamar hann Eyþór og segist ,,trúa því að hann eigi eftir að verða Landstjóri á Íslandi, eða réttara sagt Forsætisráðherra“

Jafnframt biður Guðmundur Örn fólk um að leggja inn á reikning til þess að reisa varnarmúr um Reykjavík þar sem að hver múrsteinn kosti 25.000 krónur. Múrinn sé í formi fjögurra útvarpssenda sem að muni boða fagnaðarerindið til þess að forða fólki frá Djöflinum. Skjöldurinn gegn Djöflinum sé merki Reykjavíkurborgar.

Guðmundur Örn, fyrrverandi þjóðkirkjuprestur sem að var þáttarstjórnandi á Omega varaði við áhrifum Djöfulsins og hvatti í viðtalinu fólk til að gefa sig Jesús á vald, og bað hann fólk í Jesú nafni, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann lýsti einnig yfir ánægju með rússnesk lög sem að ,,fara gegn femínisma, gegn kynvillu og gegn fóstureyðingum“. Ekki kom fram hvort að einhverjar slíkar áherslur verði hjá Reykjavíkurborg, verði Eyþór Arnalds Borgarstjóri. En Eyþór talaði meira um stóru myndina en smáatriðin í viðtalinu og lýsti þvi m.a. hvernig Guð hefði haft áhrif á pólitíkina í Asíu en hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér að neðan.

The post Eyþór Arnalds er útvalinn af guði – Söfnun til að reisa varnarmúr um Reykjavík appeared first on Fréttatíminn.is.

Allir sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sakfelldir – Margdæmdur og hámarks refsingu náð

$
0
0
Allir sakborningarnir fimm í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi

Lárusi Welding, fyrverandi forstjóra bankans, var ekki gerð refsing en hinir sakborningarnir hlutu allir skilborðsbundna fangelsisdóma.

Fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitn­is voru fundn­ir sek­ir í markaðsmis­notk­un­ar­máli bank­ans í héraðsdómi í dag. Lár­usi Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, hafði þegar hlotið refsi­há­mark vegna brota sem þess­ara og nýtur þar með frihelgi gagnvart frekari dómum vegna laga þar um. Annars hefðu væntanlega bæst við fleiri dómar við þá dóma sem að Lárus hefur þegar hlotið og fangelsisvist hans hugsanlega lengst í kjölfarið. En vegna þess að lögin banna viðbótar fangelsisdóma við það hámark sem að Lárus hefur náð í efnahagsbrotum, þá má túlka það sem bónus. Lár­us var ákærður fyr­ir umboðssvik og markaðsmis­notk­un að þessu sinni.

Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is var dæmd­ur í 12 mánaða skilorðsbundið  fang­elsi, en hann hafði áður verið dæmdur til 5 ára fang­elsisvistar í öðrum efnahagsbrota mál­um.

Þrír starfs­menn bank­ans, þeir Jón­as Guðmunds­son, Val­g­arð Már Val­g­arðsson og Pét­ur Jónas­son, voru dæmd­ir skil­orðsbundið fang­elsi. Jón­as var dæmdur í 12 mánuði, Val­g­arð 9 mánuði og Pét­ur 6 mánuði. Þeir voru allir ákærðir fyr­ir markaðs mis­notk­un.

Sjálfir höfðu þeir áður lýst sjálf­um sér ,,sem einskon­ar starfs­mönn­um á plani.“ fyrir dómi. Sak­sókn­ari fór fram á eins árs hegn­ing­ar­auka yfir Jó­hann­esi en við aðalmeðferð sagði hann að ótví­rætt væri að brot­in hefðu verið fram­in með vit­und og vilja Jó­hann­es­ar og Lár­us­ar.

 

 

The post Allir sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sakfelldir – Margdæmdur og hámarks refsingu náð appeared first on Fréttatíminn.is.

Sjúkraskýrslur troðfullar af tómu bulli og vitleysu

$
0
0

Mikið álag getur verið á starfsfólk á sjúkrahúsum landsins eins og við þekkjum skv. umræðunni sem að hefur verið um þau málefni

Í hraðanum sem að stundum þarf að vera, í fjársveltum og óíbúðarhæfum sjúkrahúsum, þá er eitt og annað sem að getur farið á annan veg en ætlað var. Það á einnig við um sjúkraskrár sem að þarf að drífa af á methraða til þess að spara bæði tíma og peninga. Hér koma dæmi um misritanir úr sjúkraskýrslum:

ÚR SJÚKRASKÝRSLUM – Gott að nota bullið sem þar er ritað sem grín á föstudegi.

  • Fékk aðsvif, man ekkert þar til hann vaknar í rúminu með tvær hjúkkur.
  • Óvíst um blóð í hægðum þar sem sjúkl. er litblindur.
  • Engir kviðverkir, en heldur lausum hægðum í skefjum með franskbrauði.
  • Fékk þann úrskurð að hjartað væri ágætt, en að hún skuli koma aftur ef hún missir meðvitund.
  • Fær stundum blæðingu úr vinstra nefi.
  • Hægðirnar hafa sama lit og hurðin á deild 9
  • Stundum líður sjúklingi betur, stundum verr, stundum ekki neitt.
  • Sjúkl. þarf að sofa hátt undir koddanum.
  • Uppköstin hurfu síðdegis, sömuleiðis makinn.
  • Sjúkl. er aftur orðið illt í verknum.
  • Sjúkl. svolítið sundurlaus.
  • Sjúkl. er vörubílstjóri sem að jafnaði getur ekið 10 km án þess að mæðast.
  • Eitillinn sendur sama dag og sjúkl. í leigubíl til Reykjavíkur.
  • Nútímaleg íbúð og eiginkona.
  • Sjúkl. er ekki alltaf illt, bara oftast nær.
  • Mat fær hann frá syni sínum sem er í frystinum.
  • Lögga gift löggu.
  • Fékk hjólastól og ekur héðan til Hafnarfjarðar.
  • Sjúkl. var upplýstur um niðurstöður krufningarinnar.
  • Síðasta sýni var aldrei tekið.
  • Kjálkaholurnar skolaðar 5-600 sinnum.
  • Sjúkl. vegur 78 kg heima áður en hann kemur hingað án klæða.
  • Ekkja, býr með frískum eiginmanni.
  • Dó af kransæðastíflu, síðan lungnabjúg.

The post Sjúkraskýrslur troðfullar af tómu bulli og vitleysu appeared first on Fréttatíminn.is.


ISAVIA er byrjað að innheimta gjöld við Leifstöð

$
0
0
ISAVIA byrjaði nú um mánaðarmótin að innheimta gjöld af rútum sem stöðva við Leifsstöð

Isavia innheimtir nú 19.900 kr. fyrir stærri rútur og 7.900 kr. af minni bílum/rútum í farþegaflutningum sem að nýta sér rútustæðin við Leifsstöð.

Isavia innheimtir gjöldin, þrátt fyrir beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um að beðið verði með gjaldtökuna þangað til Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað í málinu en við höfum áður greint frá kæru á hendur Isvia fyrir þessa einhliða ákvörðun sem var tekin án alls samráðs við hlutaðeigandi aðila. Hér að neðan er umfjöllunin er málið var kært til Sakeppniseftirlitsins.

Fréttatíminn hefur verið að afla sér gagna er varða fyrirhugaða gjaldtöku Isavia á hópferðabifreiðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Hér að neðan má lesa afrit af erindi Samkeppniseftirlitsins til forstjóra Isavia ohf, Björns Óla Haukssonar, sem sent var til skrifstofu forstjórans á Reykjavíkurflugvelli fyrir helgi.

Hér er hægt að lesa bréfið til forstjóra Isavia frá Samkeppniseftirlitinu

Samkeppniseftirlitið hefur sent Isavia tilkynningu um að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli en Allrahanda GL ehf. (Gray Line) kærði Isavia þann 10. janúar vegna þessa. Isavia er krafið um að afhenda alla tölvupósta, minnisblöð, útreikninga og Excelskjöl, fundargerðir og samskipti við alla aðila á markaði og opinbera aðila í tengslum við málið.

Gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Mun t.d. kosta 7.900 krónur að keyra minni hópferðabíla inn á stæðið og 19.900 krónur fyrir rútur. Gjaldtakan fyrirhugaða á rútustæðum við Leifsstöð er margfalt hærra en þekkist annars staðar við flugvelli.

Isavia fær frest til 16. febrúar til að útskýra málið af sinni hálfu og skila inn öllum upplýsingum sem að krafist er. En Isavia hafði tilkynnt að gjaldtakan mundi hefjast um næstu mánaðarmót. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum frá Isavia um hvort til álita komi af hálfu ríkisfyrirtækisins að fresta gjaldtökunni meðan rannsóknin stendur yfir. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum frá Isavia sem varða útboð á aðstöðu við flugstöðina svo sem gjaldtöku á bílastæðum fyrir hópbifreiðar og varðandi ákvörðun um að undanskilja Strætó bs. frá hinni fyrirhuguðu gjaldtöku.

The post ISAVIA er byrjað að innheimta gjöld við Leifstöð appeared first on Fréttatíminn.is.

Handtekinn og færður í fangelsi fyrir að benda á vopnaflutninga Air Atlanta Iceland

$
0
0
Ástþór Magnússon fyrrverandi Forsetaframbjóðandi og forsvarsmaður Friðar 2000 hefur vakið athygli á að hann hafi varað við vopnaflutningum flugfélgsins Atlanta árið 2002 en þá var hann handtekinn og færður í fangelsi fyrir að vekja athygli á vopnaflutningunum

,,Hræsnarar gala nú á Alþingi, þeysast fram á ritvöllinn og í viðtöl fjölmiðla og þykjast koma af fjöllum um vopnaflutningastarfsemi Íslenska flugfélagsins Atlanta. Meira að segja annar stofnandi félagsins þykist ekkert hafa vitað um þessa klárlega vafasömu og líklegast ólögmætu starfsemi Atlanta.

Hvar var allt þetta fólk þegar ég var handtekinn og færður í fangelsi fyrir að vekja athygli á þessari starfsemi Atlanta árið 2002 og hvernig það gæti leitt til þess að ráðist yrði gegn íslenskum flugfarþegum?

Á NATO fundi í Prag árið 2002 lýstu íslenskir ráðamenn yfir stuðningi Íslands við bandarískan hernað og innrásir í Mið-Austurlöndum og buðu fram íslenskar farþegaflugvélar frá Atlanta og Icelandair til hergagnaflutninga. Gögn frá utanríkisráðuneytinu sanna að á þessum tímapunkti höfðu þessir sömu menn vitneskju um að þarna var verið að fremja víðtæk fjöldamorð og þjóðernishreinsanir undir lygavef frá bandarísku leyniþjónustunni.

Ég sendi út viðvörun til allra starfstöðva Atlanta og Icelandair á Íslandi og erlendis, allra íslenskra lögreglustöðva, ráðuneyta, alþingismanna og afrit til fjölmiðla. Í meðferð málsins benti ég á og lagði fram skjöl til stuðnings þeirri staðreynd að með þátttöku í herflutningum breytist skilgreining flugfélaganna úr því að vera borgarlegt skotmark yfir í hernaðarlegt. Samkvæmt Geneva sáttmálanum um stríðsrekstur yrðu flugfélögin þannig orðin lögmæt skotmörk þeirra sem stríðið beinist gegn.  https://en.wikipedia.org/wiki/Legitimate_military_target

Fjölmiðlar og æðstu stjórnendur íslenska ríkisins þar á meðal Forseti Íslands, hafa lagt sitt á vogaskálarnar að þagga málið niður. Sögðu lítið sem ekkert og gerðust þannig þátttakendur. Fyrsta embættisverk fyrrverandi forseta var að hengja orðu á bandarískan hershöfðingja. Enn í dag með enn einn populistann og peð hernaðarsinna kjörinn á Bessastaði, þegir það embætti um það sem er að gerast. Horfir út á sundin blá á meðan bandaríkjaher undirbýr styrjöld í Evrópu frá Keflavíkurflugvelli.

Meðfylgjandi Sigmund teikningar eru tákrænar fyrir þetta mál. Athygli vekur frétt RÚV í dag sem segir hernaðarandstæðinga flokkaða sem rusl á Facebook. Löngum var reynt að flokka mig og minn málstað sem rusl. Vonarstjarna íslenskra kommúnista kallaði mig „þorpsfífl“ í leiðara Fréttablaðsins. Kannski táknrænt fyrir upprennandi stjórnmálaforingja á Íslandi. Útrásarpopulisti sem reyndi að þagga niður ádeilur á hernaðarbröltið vill nú leiða sofandi sauðina eftir að hafa yfirgefið sviðna jörð í fjölmiðlum.“ segir Ástþór Magnússon

 

The post Handtekinn og færður í fangelsi fyrir að benda á vopnaflutninga Air Atlanta Iceland appeared first on Fréttatíminn.is.

Þorsteinn Víglundsson gefur kost á sér í varaformannsembætti Viðreisnar

$
0
0

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur staðfest að það hafi verið rétt að rætt hafi verið að hann myndi bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sitjandi formanni flokksins. Hann hafi ákveðið að gera það ekki en býður sig fram sem varaformannsefni Viðreisnar á landsþinginu um næstu helgi.

,,Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Viðreisnar á landsþingi flokksins um næstu helgi.

Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun flokksins hefur Viðreisn sýnt í verki að við höfum kjark og dug til að ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslensku samfélagi svo að lífskjör verði hér áfram í fremstu röð. Við viljum berjast fyrir frjálslyndu, umburðarlyndu og opnu samfélagi þar sem allir fá notið jöfnuðar og jafnra tækifæra. Þar sem frelsi er í fyrirrúmi í stað forræðishyggju. Þar sem öflugt velferðarkerfi er í forgangi ásamt menntun og fjölbreyttri menningu. Þar sem frjáls og öflug samkeppni ríkir á öllum sviðum viðskiptalífs. Þar sem matvælaverð og vaxtastig er sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. Í stuttu máli að Ísland sé land frábært land fólk að búa í, fyrir alls konar fólk, unga sem aldna, konur sem kalla, hinsegin eða svona, innfædda sem aðflutta.

Það er mér sannarlega heiður að fá að starfa fyrir Viðreisn og ég vonast eftir að sjá ykkur sem flest á Landsþinginu um næstu helgi.“ segir Þorsteinn á facebooksíðu sinni í dag.

„Ég fann alveg fyrir ákveðnum þrýstingi flokksmanna á að það yrði raunverulegt leiðtogakjör og þótti vænt um að heyra stuðning við mig um það.“ Honum hafi hins vegar fundist mikilvægt að flokkurinn einblíndi á öfluga og samstillta forystu.

Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.
Þar rifjaði Þorsteinn upp að forystuskiptin í flokknum hefðu orðið við óvenjulegar aðstæður. Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, ákvað að segja af sér vegna veikrar stöðu flokksins í skoðanakönnunum fyrir síðustu kosningar en þá benti flest til þess að flokkurinn myndi þurrkast út af þingi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við formannsembættinu og undir hennar forystu tókst flokknum að fá fjóra menn kjörna.
Þorsteinn, sem í dag ákvað að gefa kost á sér í varaformannsembætti Viðreisnar, segir það alveg rétt að það hafi verið rætt að hann myndi bjóða sig fram gegn Þorgerði og að hann hafi fundið fyrir ákveðnum þrýstingi flokksmanna á að það yrði raunverulegt leiðtogakjör. „Mér fannst mikilvægt að flokkurinn væri að einblína á öfluga, samstillta, samhenta forystu og byggja upp flokksstarfið.“
Landsfundur Viðreisnar fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um næstu helgi.

The post Þorsteinn Víglundsson gefur kost á sér í varaformannsembætti Viðreisnar appeared first on Fréttatíminn.is.

Háskólarnir iða af lífi

$
0
0
Háskólarnir iða af lífi – “Hver króna sem við fjárfestum inn í háskólastigið skilar sér áttfallt í hagkerfið” 
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

,,Hver króna sem við fjárfestum inn í háskólastigið skilar sér áttfallt inn í hagkerfið” sagði Lilja Alfreðsdóttir í dag þegar hún setti Háskóladaginn.  “Mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til síðustu 100 árin en við þurfum líka að fara inn í næstu 100 ár með sama hugarfari og ná enn lengra og við munum gera það með því að fjárfesta í menntun” sagði Lilja við sama tilefni.

Að Háskóladeginum standa allir sjö háskólarnir á Íslandi – óhætt er að segja að þörfin fyrir kynningu háskólanámi er mikil því háskólarnir iða af mannlífi þessa stundina enda veðrið frábært og tilvalið að viðra alla fjölskyldumeðlimi.  Kynningin stendur til klukkan 16 í dag. 

 Í næstu viku leggja nemendur, kennarar og starfsmenn háskólana land undir fót og heimsækja níu framhaldsskóla á átta stöðum á landinu og halda áfram að kynna allt háskólanám á Íslandi.

Sjö háskólar landsins kynna yfir 500 námsbrautir í HÍ, HR og LHÍ

Háskóladagurinn 2018 fer fram á morgun laugardaginn 3. mars frá kl. 12 – 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða. Auk fyrrgreindra skóla eru það Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sem kynna sitt nám á morgun.

956202

Á Háskóladeginum gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

En það verða ekki bara námskynningar í boði því á Háskóladeginum verða einnig ýmsir viðburðir, kynningar og uppákomur sem eru áhugaverðar fyrir alla fjölskylduna.  Í húsakynnum HÍ mun Sævar Helgi leiða gesti um himinhvolfið í Stjörnuverinu, Sprengjugenið sýnir listir sínar, jarðskjálftaborð hristir turna sem nemendur hafa smíðað, Vísindabíó verður á sínum stað, ýmsar mælingar á t.d. stökkkrafti, gripi og blóðsykri verða einnig í boði.

Hjá HR verður hægt að upplifa martröð í sýndarveruleika, skoða loftmótorhjól og Formula Student kappakstursbílana, fylgjast með efna- og eðlisfræðitilraunum, láta mæla hjá sér skothraða, sjá þrívíddarprentuð líffæri og margt fleira. Dagskráin hjá  LHÍ verður líkast listahátíð þar sem boðið verður upp á tónlistarveislu allan daginn. Einnig verða þar örfyrirlestrar um spennandi málefni um skiptinám, lífið eftir útskrift, sögu jazztónlistar, meistaranám í sviðslistum, samsköpun, listina að kenna, framtíðina, myndlæsi og erlent samstarf.

Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja af stað í ferð um landið og heimsækja níu skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 5. – 15. mars. Allir eru velkomnir á kynningarnar. Hægt er að kynna sér hvaða skóla verða heimsóttir á www.haskoladagurinn.isHÉR ERU MYNDIR FRÁ HÁSKÓLADEGINUM Í DAG  

The post Háskólarnir iða af lífi appeared first on Fréttatíminn.is.

Ónýtt íslenskt kvótakerfi – Bankar með ónýt veð í kvóta og byggðir lagðar í rúst

$
0
0

Ónýtt íslenskt kvótakerfi – Bankar með ónýt veð í kvóta og byggðir lagðar í rúst

,,Óheimilt er að veðsetja aflaheimildir skv. lögum, það er ekki hægt og þar með eru veð ónýt og haldlaus. Heimilt er að veðsetja skip. En ekki aflaheimildir. Það er kristal tært. Þar með er ekki eitt gramm af kvóta í íslenskri lögsögu veðsett og lánastofnanir með haldlaus skjöl.“

Kvótakerfið er þannig upp byggt í Noregi að miðað er við 11, 15 og 21 metra skip m.a. og fleiri stærðir þegar að ákveðið er hvernig úthlutun aflaheimilda á að vera.

Skip undir ákveðnum metra fjölda, smábátar, fá m.a. að veiða án kvóta í ákveðnum tegundum á ákveðnum tíma, stundum í marga mánuði á ári og allt fiskveiðikerfið í Noregi er hliðhollara þeim sem að t.d. vilja hefja útgerð og þeim sem að hafa ekki mikið fjármagn til þess að hefja útgerð. Nýliðun er möguleg í útgerð í Noregi. Duglegir menn hafa tækifæri þar til þess að stofna og reka eigin báta í sátt við kerfið og umhverfið. Lán þar eru oftast þrisvar til tíu sinnum ódýrari en á Íslandi en það fer eftir ástandinu á Íslandi hver munurinn er þar sem að íslenska hagkerfið er alltaf eins og lauf í vindi. Norska krónanan og vextir þar, haggast ekki og stöðuleiki áratugum saman og hægt er að gera marktækar áætlanir og hægt að byggja upp t.d. fyrirtæki í sjávarútvegi frá grunni.

Þver öfugt við það sem að þekkist á Íslandi, þar sem að bankar og hagsmunasamtök og styrkir til stjórnmálaflokka virðast stjórna hafta- og skömmtunarkerfinu. Kvótaleiga og brask er ekki til í Noregi. Að aðili sem hefur rétt til að veiða, leigi öðrum sjómanni kvóta á sama verið nánast og fæst fyrir hann á markaði þekkist ekki, enda alveg galið!

Hví á Jón að leigja Páli kvóta á 150.000 kr. tonnið sem að hann hefur haft frí afnot af í boði íslensku þjóðarinnar í 30 ár, hvert einasta ár, og fá greiddar 150.000 kr. í eigin vasa, nettó án þess að gera neitt?  Brask með sameign þjóðarinnar!

Á Íslandi borgar sig oft frekar að leigja allan kvóta sem hægt er að leigja frá sér í stað þess að veiða hann sjálfur. Allt í boði kvótakerfisins og stjórnmálaflokka sem að standa vörð um kerfið, eins og að þeir fái borgað fyrir það. Þekkt er á Íslandi að útgerðamenn krefjist 150.000 kr. í kvótaleigu til kollega, fyrir þorsk, en finnst út í hött að greiða 23.000 krónur í veiðigjald til þjóðarinnar í leigu og afnotarétt á sama fisknum okkar, sem að þjóðin á.

Væru ekki spítalar á hverju götuhorni ef við fengjum 150.000 kr. í veiðigjald eins og markaðurinn telur að sé hið rétta veiðigjald? Er ekki hið rétta veiðigjald til ríkisins akkúrat það rétta sem að markaðurinn kemur sér saman um í þessari grein eins og öðrum? Eða hvaða öfl ráða allt í einu ferðini í þessu tilfelli? Peningar til stjórnmálaflokka? Athygli vekur að engin stjórnmálaflokkur talaði um breytingar á kvótakerfinu í síðustu kosningum, hví er þessi æpandi þögn sem er dulin leyndarhyggju?

Íslenska kvótakerfið er ekki gert til þess að vernda fiskinn í sjónum, það er gert til þess að vernda kvótahafana sem að telja sig eiga fiskinn í sjónum. En í 1. grein laga um stjórn fiskveiða segir að ÞJÓÐIN eigi fiskinn í sjónum en ekki fyrirtæki eða einstaklingar. SFS eða samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru helstu hagsmunasamtök Íslands fyrir útgerðarmenn sem telja telja sig „eiga“ kvótann.

Félagið hét áður og til áratuga eða frá árinu 1939, LÍÚ eða landssamband íslenskra útgerðarmanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið talskona þessara samtaka og hafa verk hennar verið mjög umdeild vægast sagt og m.a. rangar fullyrðingar um laun sjómanna sem að áttu ekki við nein rök að styðjast í síðustu kjarabaráttu þeirra. Jafnframt var hún með yfirlýsingar um eignarrétt á kvóta en kom svo með haldlausar eftiráskýringar þegar að hún fattaði að hún hafði nefnt snöru í hengds manns húsi. Það varð nefnilega allt brjálað!

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir héraðsdóms­lögmaður var ráðin fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Þrjá­tíu um­sókn­ir bár­ust um starfið og tók hún við starf­inu af Kol­beini Árna­syni sem hafði starf­að fyrir hagsmunasamtökin síðan árið 2013.

Ekkert kemur fram í ferilskrá um hæfi eða þekkingu hennar á sjávarútvegi og ekki er vitað til að hún hafi nein tengsl þar. Heiðrún starfaði sem lögmaður frá árinu 2007 hjá LEX lögmannsstofu. BA-ritgerð Heiðrúnar fjallaði um hugtakið innherjaupplýsingar samkvæmt ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga og í ML-ritgerð sinni fjallaði hún um skilyrði yfirtökuskyldu samkvæmt sömu lögum. Heiðrún lauk prófi í verðbréfaviðskiptum.

  • „Þjóðin getur ekki átt neitt“ er haft eftir löglærðum lögmanni SFS / LÍÚ og vísar þar til þess að þjóðin geti ekki átt fiskinn í sjónum. Það segir hagsmunagæslumaður fárra útgerðarfyrirtækja sem hafa sölsað undir sig sameign þjóðarinnar. En auðvitað ætti hún að þekkja lögin og vita betur, en þetta er ein af mörgum rangfærslum lögmannsins nema að hún kannist ekki við fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða í sjávarútvegi á Íslandi sem segir:                    1. gr.
    Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.
  • Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
  • Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

 Ufsi er flökkufiskur, hví er hann í kvóta? Eina rökrétta skýringin er að þá sé hægt að veðsetja hann í banka og braska með hann og að passa að aðrir veiði hann ekki.

Ekki er hægt að finna aðra skýringu á kvótasetningu á þessum flökkufiski sem engin ástæða er til þess að kvótasetja. Sjómenn vita þetta og fleira þessu tengt og í gegnum innihaldslausar hrútskýringar sem að ekkert hald hafa í veræuleikanum.

Við erum enn föst í hlekkjum hugarfarsins eins og samnefndir þættir heita og áttu við bændasamfélagið á öldum áður í fjórum þáttum. Við erum enn á þeim stað á Íslandi þó svo að rándýr PR fyrirtæki sem að fá milljónir fyrir að ljúga að okkur, vinni verk sín vel.      “Sjávarbændur“ samtímans hafa einangrað þjóðina frá lífsgæðum sem að alþjóðasamfélagið býður upp á, bara vegna þess að vernda þarf fiskimiðin „þeirra“ fyrir útlendingum og halda í ónýta krónu.

Hafta- og afturhaldsemi í hlekkjum hugarfarsins, þar erum við ennþá. Þess vegna erum við með eigin krónu m.a. fyrir útgerðina til að braska með gengi krónunnar hverju sinni, verðtryggingu og okur vexti og þurfum að borga a.m. þrefalda vexti og oft miklu meira en það, sem bankaþrælar. Við borgum a.m.k. þrisvar sinnum fyrir húsin okkar m.v. okurlánin og vaxtaokur og eignaupptökukerfið sem að við fáum frá okurlánurum (bönkum) á Íslandi. Vextir á Íslandi eru fáránlega háir m.v. öll lönd í heiminum. Það ótrúlega er að íslendingar eiga að teljast vel menntuð þjóð en hafa enga stjórn á eigin málum í þesum efnum eða valfrelsi.

Venjulegur íslendingur mundi hagnast mikið á að fá að tengjast alþjóða hagkerfinu og sleppa við það að verið að haldið í ánauð á eyjunni, Íslandi. En það er ekki hægt, það þarf að verja fiskimiðin fyrir útlendingum.

Fyrir venjulegan íslending, væri það miklu betra ef að erlend fyrirtæki mundu fiska fiskinn gegn sanngjarnri leigu til ríkisins og þá fengju íslendingar betri vexti, alvöru gjaldmiðil, sanngjarnar afborganir húsnæðislána ofl. ofl. í staðinn. Lán mundu lækka þegar af þeim væri greitt, það þekkist ekki á Íslandi og hefur ekki verið þannig og einbeitt eignaupptaka væri þá loks baki. Og fjölskyldan kæmi út með 3 poka úr matvörubúð á verði eins í dag eins og tölur sýna og bensínverð sem er endalaust það hæsta í öllum heiminum, á Íslandi mundi lækka. Vaknið kæru íslendingar, þið eigið betra skilið og börn ykkar.

Ruglið með íslensku krónuna mun kosta þjóðina það að ferðamenn sem að björguðu eyjunni upp úr síðasta hruni munu hverfa. Þeir komu þegar að Ísland hrundi og krónan varð einskis virði og hvöttu t.d. neytendafélög um allan heim til þess að fólk mundi ferðast til Íslands, þar sem að það væri ódýrasta. Þegar að gengið fer aftur upp fyrir hæstu hæðir gagnvart öðrum gjaldmiðlum, hverfa ferðamennirnir um leið. Hraðar en þeir komu.

Sveiflurnar þar eru slíkar að s.l. ár komu 2.5 milljón manns til Íslands en fyrir hrun komu nánast engir ferðamenn til landsins í þeim samanburði. Sú staða mun koma upp aftur út af sér íslensku krónunni. Þá mun offjárfesting í hótelum og fleiru standa eftir sem minnisvarði um góðærið eins og hvert annað loðdýrabú eða laxeldisker og hóteleigendur afhenda þá bönkunum lyklana eins og fólk gerði í síðasta hruni á árunum 2008-2014. Þar áður höfðu fasteignir hækkað margfalt í loftbólu hagkerfinu 2007 en hrundu jafn hratt í verði í hruninu og enduðu á uppboðum um allt land. Sama mun gerast með hótelin.

Brask með kvóta og loftbólu- spákaupmennska er eitthvað sem að þekkist ekki í Noregi. Bankarnir hafa ekki tekið þátt í að veðsetja sameign þjóðarinnar eins og gert hefur verið á Íslandi. Hvað verður um veð bankanna ef, eða þegar að ný Ríkisstjórn inkallar kvótann sem er sameign þjóðarinnar og er útdeilt til skipa til afnota en ekki til eignar ? Þau eru ónýt og einskis virði ef að á reynir, það er ekkert á bak við veð í kvóta því að það er engin eignarréttur á bak við aflahlutdeildir, engar. Keisarinn er ekki í fötum hefði verið sagt í ævintýrabókum en svona er staðan í raunveruleikanum.  Getur Jón Jónsson veðsett Vatnajökul, Norðurljósin, Snæfellsjökul eða fisk í sjónum? Nei !  En ef einhver er svo vitlaus að taka veð í síkum gersemum án samþykkis eigandans, sem er þjóðin, þá situr viðkomandi lánastofnun í súpunni með ónýtt veð sem að talið var gott en er ólöglegt skv. 1. gr. laga um fiskveiðistjórnun: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það ekki verið.

Óheimilt er að veðsetja aflaheimildir skv. lögum, það er ekki hægt og þar með eru veð ónýt og haldlaus. Heimilt er að veðsetja skip. En ekki aflaheimildir. Það er kristal tært. Þar með er ekki eitt gramm af kvóta í íslenskri lögsögu veðsett og lánastofnanir með haldlaus skjöl.

Byggðasjónarmið og eðlileg viðskipti með fisk þar sem að allir og allt er niður á jörðinni, er það sem að hefur alltaf viðgegnist í Noregi og þannig er það enn. Á Íslandi hafa heilu byggðarlögin verið lögð í rúst og eignir fólks í byggðarlögunum orðið verðlaus þegar að kvótahafar hafa selt sameign okkar til annara útgerða.

Að íslenska kvótakerfið sé það besta í heimi er bara brandari, byggðir hverfa, brottkast og brask með kvóta hefur eyðilagt landið og miðin

Alþingi setti lög á sínum tíma um að byggðarlög hefðu forkaupsrétt á skipum og aflaheimildum þeirra svo að þau hyrfu ekki úr byggðarlögum og þar með lífsbjörgin og lifibrauðið og undirstaða byggða í landinu og stöðuleiki. Verðgildi eigna, fasteigna og mannauðs hrynur þegar að sjávarpláss missa kvótann, það vita allir.

Hvernig komust kvótabraskarar framhjá þessum góðu gildum?

Stofnuðu hlutafélag um kvótann og seldu hlutafélagið til næsta braskara, þá var ekki verið að selja kvóta og lífsbjörg heils samfélags, heldur hlutafélag sem að auðvitað var bara blöff og í raun var verið að færa kvóta burt með löglegum en siðlausum hætti milli aðila. Og allir græddu því það var hagstæðara skattalega að selja hlutabréf en kvóta, nema byggðarlagið sem sat eftir allslaust og hjálparlaust. Með þessum hélst kvóti ekki í byggðum landsins eins og Alþingi vildi með lögunum. Þó að Alþingi sé stundum svifaseint, þá skulum við líta til þess að kvótakerfið er 30 ára og þar með er ekki hægt að segja annað en að Alþingi sé meðsekur aðili enda flokkarnir fengið hundruði milljóna í það sem að ég vil kalla mútur.

Stutt er síðan að t.d. HB-Grandi lokaði 100 ára gömlu sjávarútvegsfyrirtæki á Akranesi, flutti kvótann í burtu og öllu starfsfólki var bara sagt upp á einu bretti. Eftir stendur byggðarlagið með altjón og tóma vinnustaði og atvinnulaust fólk.

KVÓTAKERFIÐ ER ÓNÝTT OG FISKI HEFUR VERIÐ KASTAÐ Í SJÓINN Í ÁRATUGI Á KOSTNAÐ ÞJÓÐARINNAR – ENGIN ER LÁTIN SÆTA ÁBYRGÐ

Kvótakerfið í Noregi hvetur útgerðina ekki til brottkasts eins og íslenska kvótakerfið, þar sem að það borgar sig ekki að koma með of lítinn fisk að landi og honum því hent aftur dauðum í hafið upp á milljarða ár hvert og þannig hefur það verið s.l. 30 ár í gölluðu kvótakerfi, tugum milljarða hent í hafið. Hannes Hólmssteinn Gissurarson, kallar þetta: Íslenska efnahagsundrið.

Fiskifræðingar hafa svo metið aflann sem kemur að landi sem að veitir falsaðar tölur í bókhald og reiknilíkön þeirra. Ekkert er að marka og kvótinn í þorski hefur farið niður ár eftir ár og svo verður áfram. Það má segja að kvótakerfið hafi ekki skilað neinum árangri til þess að byggja upp fiskistofna en hefur aftur á móti byggt upp Sægreifaveldi og verið hliðholt auðvaldinu og byggt upp ofurgróða þar, til fárra á kostnað heildarinnar.Á Íslandi hafa fiskistofnar verið á niðurleið með því ónýta kvótakerfi sem að hér er. Norðmenn geta fiskað eina milljón tonn af þorski aftur á móti og mjög gott ástand er á fiskistofnum þar.

Ef sett er rugl inn í tölvu fiskifræðinga, kemur rugl út úr henni. Öllum fiski sem að ekki borgar sig að koma með í land er hent aftur í hafið. Græðgin sem að kvótakerfið hefur búið til hefur étið kerfið innan frá. Skipstjórar eru sendir af stað á sjó og þeir eiga að koma með afla eftir pöntunarlista í land, afla sem að gefur vel af sér, hitt á að fara aftur í hafið, dautt, fyrir komandi kynslóðir og þá kynslóð sem að leigir m.a. íbúðir á okur leigu af fyrirtækjum nú sem að voru áður í sjávarútvegi. Sjaldan er ein báran stök.

Fiskistofa er fjársvelt og forstjóri hennar hefur játað sig sigraðan gagnvart brottkasti fiskiskipa opinberlega í sjónvarpi allra landsmanna. Er ekki eitthvað mikið að?

Tækifæri til nýliðunar yngri kynslóða í greininni er galopin í Noregi, á meðan er allt slíkt alveg ómögulegt á Íslandi með öllu skv. 30 ára gömlu kvóta- og haftakerfi sem staðið hefur verið vörð um á Íslandi af hagsmunafélagi kvótahafa Landssambandi Útgerðarmanna sem að skipti um nafn og heitir nú Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og  stutt af ákveðnum stjórnmálaflokkum sem að þiggja peningagreiðslur frá hagsmunaaðilum og fyrirtækjum sem að fá afnot af sameiginlegu auðlind íslendinga, fisknum í sjónum.

Ungir menn á Íslandi eiga ekki tilverurétt í útgerð og hafa ekki leyfi til þess að fiska fisk við Íslands strendur. U.þ.b. 10 fyrirtæki „eiga“ um helming kvótans á Íslandi, öðrum er óheimilt að gera báta út til fiskveiða, sem ekki „eiga“ kvóta upp á hundruði milljóna. Þið sem eruð ung og eigið lífð framundan, farið burt af eyjunni eins fljótt og þið getið. Það er það gáfulegasta sem að þið gerið, á Íslandi eru engin tækifæri eða möguleikar. Engir.

Að lokum vil ég árétta aftur að ég hvet ALLT ungt fólk að yfirgefa þessa rotnu spillingareyju og ekki spá í það að koma aftur heim nema að allt breytist hér í gjörspilltu fjármálakerfi. Ungt fólk mun aldrei eignast neitt nema skuldir og verða bankaþrælar og verða fyrir rað eignaupptökum á Íslandi. Hef barist í íslenska hagkerfinu í 40 ár og þekki munin á því og það sem gerist hjá siðmenntuðum þjóðum. Spurning um að lifa í logni og öryggi eða óöryggi og fárviðri! Besta fjárfestingin sem að ungt fólk gerir á Íslandi í dag er í flugfarseðli burt frá eyjunni. Besta ákvörðun lífs míns var að yfirgefa Ísland, mér finnst nóg að horfa á spillinguna og hvernig er farið með þjóðina úr fjarlægð sem er ekki mikil á tölvuöld.

Virðingarfyllst, Jón Guðmundsson Frkv.stj. –

Fyrir ykkur sem að annað hvort hafa gullfiskaminni eða hafið jafnvel haft hag af því að svíkja land og þjóð, þá er hér smá upprifjun um hvernig íslendingar hafa eyðilagt miðin við strendur landsins m.a. með brottkasti og toghlerum sem að vinna eins og jarðýtur og eyðileggja hrygningarslóðir m.a. Svo ekki sé talað um snurvoðaveiðar eða annað rugl :

 

 

 

 

 

The post Ónýtt íslenskt kvótakerfi – Bankar með ónýt veð í kvóta og byggðir lagðar í rúst appeared first on Fréttatíminn.is.

Viewing all 7652 articles
Browse latest View live