Í Húsdýragarðinum verður sýning á morgun, laugardag, á ólíkum tegundum skrautdúfna. Skrautdúfnabændur koma saman til minningar og til styrktar vegna dúfnanna sem drápust í bruna í húsakynnum Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í byrjun árs. Ragnar Sigurjónsson dúfnabóndi segir brunann sorglegan. „Sem betur fer voru ekki öll egg í sömu körfunni svo skrautdúfurnar þrífast áfram. Við verðum með fjölbreyttar skrautdúfur til sýnis í Húsdýragarðinum á laugardaginn, frá klukkan 12-16. Þau hjá Húsdýragarðinum hafa verið ofboðslega hjálpfús að bjóða okkur sýningarrými og búr.“

dúfukarl
Dúfur
Raggi Sjonna
The post Sýning til minningar um dúfurnar sem drápust appeared first on Fréttatíminn.