Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Innflytjandinn: Óveðrið gerir mig hamingjusama

$
0
0

„Ég bjó í fimm ár í Rotterdam þar sem ég var að vinna við myndlist og þar kynntist ég hópi af Íslendingum,“ segir Rebecca Erin Moaran sem er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár.  „Það virðist vera dálítið þannig að þar sem einn Íslendingur er, eru fleiri. Ég kynntist upphaflega myndlistarmönnunum Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni og í gegnum þau kynntist ég fleiri og fleiri Íslendingum og fléttaðist smátt og smátt inn í þéttan vef. Vinir mínir voru duglegir við að hvetja mig til að sækja um vinnurými á Íslandi og vera þar í einhvern tíma og á endanum sló ég til,“ segir Rebecca sem fékk vinnurými hjá Kling og Bang í 3 mánuði árið 2005. „Vinir mínir í Rotterdam höfðu rétt fyrir sér, mér leið strax eins og heima hjá mér og nú eru liðin tíu ár og enn er ég hér.“
„Ég er algjörlega farin að líta á Ísland sem heimili mitt. Ég hef skotið rótum hér og sé það ekki fyrir mér að ég eigi eftir að fara héðan. Ég flutti hingað 29 ára og nú er ég 39 ára svo ég hef búið hér öll mín fullorðinsár,“ segir Rebecca sem hefur unnið við leikmyndagerð fyrir bíó og auglýsingar meðfram listinni auk þess að kenna við Listaháskólann og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í listinni er ég aðallega að vinna með 16 mm filmu og í kringum það stofnaði ég ásamt öðrum Kino Smiðjuna og við sýndum mánaðarlega í Hafnarhúsinu en í dag sýnum við í Mengi.“
„Alls staðar í heiminum eru plúsar og mínusar. Hér eru pólitíkusar sem hugsa í skammtímalausnum pottþétt stærsti mínusinn en það besta við Ísland er samfélagið. Í myndlistarheiminum og í kvikmyndagerðinni standa allir svo þétt saman og allir eru alltaf boðnir og búnir til að hjálpast að.

Ég elska hvað fólk er jákvætt hérna og til í að framkvæma hvað sem því dettur í hug, allir trúa því að hlutirnir muni reddast að lokum.

Þetta reddast er uppáhalds íslenski frasinn minn, en hann virkar auðvitað bara ef allt samfélagið trúir á hann. Svo verð ég að bæta því við að ég elska veðrið hérna! Óveður og stormur gerir mig hamingjusama.“

 Rebecca Erin Moaran er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár.
Rebecca Erin Moaran er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár.

The post Innflytjandinn: Óveðrið gerir mig hamingjusama appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652