Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sérfróðir bloggarar

$
0
0

Mikið er til af vönduðum íslenskum bloggum sem eiga það til að týnast í okkar vanabundna nethring. Þar má finna mikla sérfræðiþekkingu þar sem kafað er dýpra í málefni sem höfundar hafa lagt fyrir sig. 


24917 Norðurskaut

nordurskaut.is
Um: Íslenska sprotaumhverfið.
Hver: Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, agile-þjálfi hjá QuizUp.
Hvers vegna: Skortur á umfjöllun um íslenska sprotaumhverfið annað en stöku fréttatilkynningar og viðtöl. Okkar þekking liggur helst í hugbúnaði og við reynum að fjalla um hana á uppbyggilegan og gagnrýninn hátt.
Drifkraftur: Við viljum leggja okkar af mörkum að hjálpa tækni- og sprotasenunni að vaxa og dafna með því að gefa henni vettvang. Einnig er þetta er góð leið til þess að kynnast skemmtilegu og kláru fólki í bransanum.

24917 Guðrún Svava

gudrunsvava.wordpress.com
Um: Líkamsbeitingu, hreyfingu og heilbrigði líkamans.
Hver: Guðrún Svava Kristinsdóttir, „movement“ kennari.
Hvers vegna: Koma á framfæri hugsunum um líkamsbeitingu út frá vísindalegum sönnuðum staðreyndum um líkamann. Það eru margar nýstárlegar hugmyndir á lofti en ég horfi til þess hvernig líkaminn starfar best út frá anatómíunni.
Drifkraftur: Ég er kennari og hef gaman af því að koma efni frá mér á skemmtilegan hátt sem allir geta nýtt sér. Það eiga allir líkama og fólk er mis meðvitað um hvernig það á að beita honum.

24917 gudmkri mynd
mynd/Baldur Kristjáns

gudmkri.is
Um: Skipulagsmál, í reykvísku samhengi.
Hver: Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags ehf.
Hvers vegna: Það eru fá málefni sem snerta þjóðina jafn mikið og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Það er lítið skrifað um málaflokkinn á aðgengilegan hátt. Ég vil leggja mitt af mörkum til að breyta því.
Drifkraftur: Trú á Reykjavík og ástríðu fyrir að byggja hér upp öflugt og alþjóðlegt borgarsamfélag. Ég lærði borgarskipulagsfræði í Kanada og ætlaði mér að setjast að í Toronto. Ég kynntist hinsvegar nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2013 og ákvað í kjölfarið að veðja á Reykjavík. Samkeppnishæfni landa stendur og fellur með styrkleika borgarsamfélaganna og við þurfum að styrkja okkar einu borg eins hratt og örugglega og kostur er.

The post Sérfróðir bloggarar appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652