Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hvað á að gera með hvítvoðungnum?

$
0
0

Stundum er gott að hanga heima og horfa á Netflix meðan barnið sefur eða hangir á brjóstinu en svo verður nauðsynlegt að komast út, viðra sig og hitta fólk. Hugmyndaauðgi nýbakaðra foreldra er hinsvegar ekki alltaf upp á marga fiska, það þekkja þeir sem reynt hafa. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig má brjóta upp hversdaginn í orlofinu.

  1.  Göngutúr með eitthvað ánægjulegt í eyrunum. Það er auðvitað klassískt að fara í göngutúr þegar til þess viðrar og það gerir hann ennþá ánægjulegri að hlusta á skemmtilegt podcast á meðan. Við mælum með hinu íslenska Hlaðvarpi, This American Life og svo að sjálfsögðu The Serial.
  2. Mömmumorgar/pabbamorgnar. Í flestum kirkjum eru starfræktir foreldramorgnar þar sem foreldrar hittast með börnin og spjalla og taka jafnvel lagið. Stundum er einhver fræðsla eða fagaðilar veita ráðgjöf. Það þarf ekki að vera virkur meðlimur í þjóðkirkjunni til þess að mega koma, allir velkomnir.
  3. Leikfimi. Það er margs konar leikfimi í boði þar sem gert er ráð fyrir „þátttöku“ ungbarna. Tilvalið að blanda saman samveru með barninu og líkamsrækt.
  4. Bíó. Stundum bjóða kvikmyndahúsin upp á sýningar sérstaklega fyrir foreldra þar sem ljósin eru lítillega kveikt og hljóðið í lægri kantinum. Þessar sýningar eru vanalega snemma á daginn.
  5. Ungbarnasund. Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu gott bæði börn og foreldrar hafa af því að komast í sund endrum og eins.
  6. Nuddnámskeið. Hægt er að sækja námskeið í að læra að nudda ungbarnið sem margir telja að hafa ákaflega góð áhrif á barnið og ekki síður tengslamyndun.
  7. Fara til útlanda! Ef báðir foreldrar eru í orlofi og efnahagur leyfir er tilvalið að skella sér í til útlanda í frí með ungbarnið. Farið í borgarferð þar sem þið skoðið söfn, farið á veitingastaði og gangið um og upplifið menninguna. Ekkert mál að skella barninu á brjóst hvar sem er og hafa það í burðarsjali þess á milli. Sumir veigra sér við að ferðast með ungbörn en þetta er í raun besti tíminn til þess að ferðast með börn!
  8. Heimsókn á bókasafnið. Bókasöfn eru afar þægilegur staður til þess að fara með lítil börn. Nóg af lesefni, þægilegir stólar og sófar fyrir brjóstagjöfina og hlýlegt andrúmsloft.
  9. Námskeið í matreiðslu fyrir barnið. Lifandi markaður er til dæmis með slík námskeið þar sem farið er í undirstöðuatriði í góðum venjum og næringu fyrir barnið.
  10. Tónlistarnámskeið. Tónagull býður til dæmis upp á tónlistartíma með ungbörnum. Það er gott að hefja tónlistaruppeldið snemma!

The post Hvað á að gera með hvítvoðungnum? appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652