Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Stjórnmálin freista mín álíka mikið og farsótt

$
0
0

Smári McCarthy segist ekki halda að hreyfing Pírata sé að klofna, þetta sé ekki mjög djúpstæður ágreiningur í raun, einungis vaxtarverkir þótt upphrópanir og æsingur fylgi umræðunni

Smári McCarthy, einn stofnenda Pírata, segist þeirrar skoðunar að enginn þingmaður ætti að sitja lengur en tvö kjörtímabil á þingi. Meirihluti þingsins ætti í rauninni að fara og taka þátt í samfélaginu. Hann segir að þar sem engar reglur séu um það, sé ósanngjarnt að Birgitta Jónsdóttir ætti að víkja frekar en aðrir. Hann segist telja að reynsla Birgittu muni nýtast Pírötum vel.

Smári, sem er búsettur í Bosníu og vinnur um alla Austur-Evrópu og Mið-Asíu, segir líklegt að hann muni gefa kost á sér til setu á Alþingi, en íslensk stjórnmál freisti hans þó álíka mikið og farsótt í augnablikinu. „Ég er í mjög góðri og árangursríkri vinnu hér úti, og þarf að gera upp við mig fljótlega hvort ég fórni þeirri vinnu í veikri von um að geta hjálpað við að koma íslenskum stjórnmálum í betri farveg.“

Varðandi ágreining um stjórnarskrármálið segir Smári að Píratar hafi tekið mjög sterka afstöðu með þeirri stjórnarskrá sem Íslendingar hafa þegar samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Við höfum einsett okkur að koma henni í gegn. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að vanvirða vilja almennings. Þannig að það er ljóst að nýja stjórnarskráin fari ekki í gegn á þessu kjörtímabili. Píratar hafa þá tvo valkosti. Að vera með uppsteyt og mótlæti við jafnvel jákvæðum breytingum í millitíðinni, eða að reyna að vinna að jákvæðum endurbótum. Ég hallast að síðari nálguninni því það er möguleiki á minniháttar endurbótum til skamms tíma – jafnvel þótt það reynist tilgangslaust til lengri tíma litið,“ segir Smári McCarthy.

The post Stjórnmálin freista mín álíka mikið og farsótt appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652