Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Grjónapungar í hálfa öld

$
0
0
25140-grjonapungar 01954

 

„Við byrjuðum að hittast fyrir fimmtíu árum þegar við vorum ungir og miðbærinn lítill og líflegur og allir unnu niðri í bæ. Við byrjuðum á kaffihúsi sem hét Tröð, færðum okkur svo á Hressingarskálann þegar Tröð lokaði og síðar á Torfuna, sem þá var og hét. Nú hittumst við á kaffihúsinu Víkinni í Sjóminjasafninu,“ segir Baldvin Jónsson, einn úr gömlum vinahópi sem kallar sig Félag íslenskra grjónapunga, eða FÍGP. Stundum mæta fimm og stundum fimmtán á Kaffihúsið Víkina í hádeginu. Hefðin að hittast í hádeginu hefur haldist í 50 ár og lifað lengur en kaffihúsin sem þeir hittast á.

Grjonapungar samett 02

Aðspurðir hvað hafi helst verið rætt síðustu hálfu öldina segja þeir það lengi vel hafa verið íþróttamennsku og kvenfólk, „en nú erum við orðnir svo gamlir að við tölum ekki lengur af neinni reynslu um þau efni.“
Hópinn segja þeir haldast saman á því að enginn sé skuldbundinn til að mæta, þeir geri það bara af löngun.

Á vegg við hliðina á borði þeirra félaga á Víkinni hanga myndir af látnum félögum úr hópnum, þeim Hermanni Gunnarssyni sjónvarpsmanni og Bergi Guðnasyni lögfræðingi.
„Hemmi var svolítið límið í hópnum og talaði langmest af öllum. Nokkrir hérna opnuðu varla kjaftinn í hádeginu fyrr en hann féll frá,“ segja vinirnir hlæjandi.

Guðföður hópsins vilja þeir nefna Axel Sigurðsson póstfulltrúa, enda hafi hann fundið upp á nafni hópsins og samið reglur fyrir hann. Hópurinn átti 50 ára stórafmæli í fyrra, en aðspurðir hvað hafi verið gert í tilefni þess segjast þeir nú bara hafa fengið sér desert eða koníaksglas eftir matinn en ekki breytt meira út af vananum.

Límið í félagsskapnum segja þeir þessa góðu, traustu vináttu. „Vináttan er meira virði en allt annað í veröldinni, enda eitthvað sem maður eignast en getur ekki keypt,“ segir Baldvin Jónsson, einn úr hópnum. Þetta Félag íslenskra grjónapunga sé jafnframt ávallt reiðubúið að aðstoða ef einhver þeirra þarf á stuðningi að halda.

 

25140-grjonapungar 01956
Stundum mæta fimm og stundum fimmtán vinir í hádeginu. Hefð grjónapunganna hefur haldist í 50 ár. Myndir/Hari

The post Grjónapungar í hálfa öld appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652