35 þúsund manns hafa keypt sér miða á eina af 58 sýningum söngleiksins Mamma Mía í Borgarleikhúsinu. Það er svakalega mikið af fólki. Ef Mamma Mía væri stjórnmálaflokkur myndi þessi skari duga fyrir 18 prósent atkvæða, meira fylgi en Framsókn, Björt framtíð, Vinstri græn og Samfylkingin njóta nú í skoðanakönnunum. Fylgi Mömmu Míu er aðeins átta sýningum frá því að verða meira en samanlagt fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Stjórnmálaflokkarnir geta kannski lært af Mömmu Míu; ef músíkin er góð skiptir engu þótt söguþráðurinn sé rugl.
The post Aðeins Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærri en Mamma Mía appeared first on Fréttatíminn.