Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Tölum um álfabikarinn

$
0
0

Þar til nýlega hefur álfabikarinn aðeins verið fáanlegur hérlendis í versluninni Móðurást og í Heilsuhúsinu en nú er hann kominn í hillur apóteka landsins. Kostir álfabikarsins eru margir en fyrst og fremst er hann umhverfisvænn og ódýr. 

Að meðaltali fer kona á 456 blæðingar á lífsleiðinni í 38 ár. Það gera 2,280 daga á blæðingum eða 6,25 ár.

Ef notast er við dömubindi eða túrtappa og þeim skipt á sex klukkustunda fresti líkt og mælt er með, gera það 9,120 dömubindi og túrtappa á hverja konu sem er fleygt í ruslið. Flest dömubindi eru gerð úr plasti og túrtöppum fylgja plastumbúðir eða hylki. Dömubindi og túrtappar eru einnig talin ýta undir sveppasýkingu og þurrka upp slímhúðina.

Kostnaðurinn við að fara á blæðingar fer eftir vali á vörum. Ef miðað er við 2000 krónur á mánuði í túrtappa og tvær týpur af dömubindum gera það 912.000 krónur yfir ævina. Bleikur skattur gerir það verkum að konur borga 19,35% skatt af óhjákvæmilegum blæðingum sínum sem nema þá 176.472 krónum.

Um álfabikarinn

  • Álfabikarinn er ekki ósvipaður túrtappa í notkun. Endum bikarsins er þrýst saman og komið fyrir í leggöngum. Bikarinn má sitja í allt að 12 klukkustundir í leggöngum og fer eftir magni blæðinga hversu oft þarf að tæma hann.
  • Álfabikarinn kemur í mismunandi stærðum hann fæst bæði úr gúmmíi og sílikoni og endist í nokkur ár.
  • Ókostir álfabikarsins eru að sumar konur eiga erfitt með að koma honum þægilega fyrir.
25437 hildur hjorvar
„Upphaflega keypti ég álfabikarinn sem praktíska lausn fyrir langt bakpokaferðalag. Hann var nokkur skipti að venjast en ég er afar ánægð með hann í dag – hann er umhverfisvænn og þægilegur. Það er mikill sparnaður að þurfa ekki að kaupa túrvörur, enda endist álfabikar í nokkur ár.“– Hildur Hjörvar
25437 Eydis Blondal
„Mánabikarinn er ekki bara ódýrasti, snyrtilegasti og þægilegasti kosturinn á markaðnum, heldur er hann líka sá umhverfisvænsti. Húrra fyrir heilbrigaðri leggöngum, þyngra veski og styttra vistspori!“ – Eydís Blöndal
25437 Ragnheiður Torfadóttir
„Álfabikarinn er snilld. Mesta snilldin er auðvitað hvað hann er miklu umhverfisvænni, hann er líka þægilegur og þægilegt að þurfa ekki að muna eftir því að kaupa dömubindi og hafa þau með mér.“ – Ragnheiður Torfadóttir

The post Tölum um álfabikarinn appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652