„Ég er ekki hrifinn af bláum himni,“ segir Benjamin Hardman, ástralskur ljósmyndari, sem kolféll fyrir íslenskri náttúru. Eftir fjölda heimsókna þvert yfir hnöttinn ákvað hann að láta drauminn rætast og flytja til Íslands fyrir tæpu ári. Í dag er hann einn færasti landslagsljósmyndari landsins með stóran fylgjendahóp sem margir hverjir hafa bókað far til Íslands til þess eins að upplifa það sem hann hefur fest á filmu.



Árið 2012 var Benjamin í viðskiptanámi í London þegar hann heyrði einn samnemanda sinn tala um Ísland. Hann hafði þá litla hugmynd um landið og fór heim að gúggla. Þennan sama dag keypti hann farmiða til Íslands, þann fyrsta af mörgum.



Afrakstur Íslandsheimsókna sinna sýndi hann m.a. á tveimur sýningum sem hann setti upp í Ástralíu. Hann var staðráðinn í að gefa eitthvað til baka fyrir upplifunina og lét ágóðann renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands.



„Hálendið er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, sérstaklega á veturna. Eins það að mynda í snjóbyl og hríð, en oft nær maður sterkustu augnablikunum við erfiðustu aðstæðurnar,“ segir Benjamin.
Fylgjast má með Benjamin á instagagram @benjaminhardman
The post Flutti þvert yfir hnöttinn til að mynda íslenska náttúru appeared first on Fréttatíminn.