Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Katrín Ísfeld: Íslensk heimili hlýlegri og litríkari en áður

$
0
0

„Heimilin okkar eru farin að verða hlýlegri eftir strangt minimalískt tímabil. Nú eru þau meira í litum, meira er notað af veggfóðri og margir fallegir aukahlutir eru farnir að sjást, til dæmis blaðplöntur í flottum pottum. Nú er mottóið að þora og hafa gaman,“ segir Katrín Ísfeld innanhússarkitekt þegar hún er spurð um strauma og stefnur í hönnun í dag.

Ljósmyndir/Hari
Ljósmyndir/Hari

Katrín lærði í Art Institude of Ford Lauderdale í Flórída og bjó og starfaði í kjölfarið í nokkur ár í Hollandi. Hún sækir mestan innblástur í hönnun sína til Hollands. Katrín er sjálfstætt starfandi og rekur Stúdíó Ísfeld.

25402 Katrin 03126 25402 Katrin 03124 25402 Katrin 03121 25402 Katrin 03112 25402 Katrin 03115 25402 Katrin 03116 25402 Katrin 03129 25402 Katrin 03131 25402 Katrin 03133 25402 Katrin 03107 25402 Katrin 03110

Nú er að renna upp sá tími ársins þegar margir fara í framkvæmdahug og Katrín segir að margt spennandi sé í gangi í dag.

„Ef fólk er að huga að nýjum gólfefnum þá er grófur viður mjög vinsæll. Grófur viður í grá-brúnum lit. Flísar eru sömuleiðis vinsælar í þessum grábrúnu litum. Flísarnar eru að verða alveg mattar og þær eru gjarnan stórar með óreglulegu mynstri. Fólk er einnig farið að þora að fá sér mattar flísar í jarðlitum eins og bláum eða grænum.“

Katrín segir að lýsing sé alltaf jafn mikilvæg og fallegasta lýsingin sé fjölbreytt. Ekki sé lengur inni að hafa allt loftið niðurtekið með innfelldri halogen-lýsingu. „Nú eru partar af loftinu teknir niður og fólk leikur sér með díóður og hangandi ljós. Standandi lampar á gólfi og borðlampar eru að sækja í sig veðrið enda gefa þeir heimilinu meiri karakter.“

Það getur gert heilmikið fyrir heimilið að mála og segir Katrín að heitustu litirnir um þessar mundir séu blár, blágrár eða blágrænn, vínrauður og djúpgrænn. „Þetta eru frekar dökkir litir en með vorinu fara að sjást bjartir litir. Þá verða líka bleikir tónar áberandi. Skjannahvítur eins og þessi frægi arkitektahvíti er farinn og mátti hann alveg kveðja að sinni. Í staðinn eru komnir ljósir litir sem eru út í ljósgráa og sandliti á móti dökkum veggjum.“

Hún segir jafnframt að veggfóður séu enn að sækja í sig veðrið. „Það er svaka skemmtilegt að sjá hvernig þau hafa þróast út í ýktari mynstur, eins og risaplöntur og dýramynstur.“

The post Katrín Ísfeld: Íslensk heimili hlýlegri og litríkari en áður appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652