Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Afskriftir lánardrottna nær fjórðungur af aflaverðmæti hrefnu

$
0
0

Sami maður hefur veitt nær allar hrefnur á Faxaflóa frá árinu 2007. Þrjú fyrirtæki á hans vegum hafa stundað veiðarnar en tvö þeirra eru gjaldþrota og skildu eftir sig tugmilljóna skuldir.

Frá árinu 2007 hafa hrefnuveiðar á Faxaflóa að mestu verið stundaðar af fyrirtækjum sem Gunnar Bergmann Jónsson hefur verið í forsvari fyrir. Tvö þeirra, Hrefnuveiðimenn ehf og Hrafnreyður ehf, voru úrskurðuð gjaldþrota á árunum 2012 og 2013, en þau eru bæði skráð til heimilis hjá Gunnari Bergmann sem er sonur Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis.
Frá árinu 2007 hafa verið veiddar 335 hrefnur á Faxaflóa en um ein milljón króna fæst fyrir hverja hrefnu þegar hún er komin á land.

Kröfuhafar þurftu að afskrifa 38 milljónir vegna gjaldþrots Hrefnuveiðimanna ehf og 35 milljónir vegna gjaldþrots Hrafnreyðar ehf, eða samtals 78 milljónir króna.

IP útgerð stundar veiðarnar núna en hún er einnig skráð til heimilis hjá Gunnari Bergmann. þká

Nær allar, eða 321 af þeim 335 hrefnum sem veiddar hafa verið á Faxaflóa frá árinu 2007, hafa verið veiddar á því svæði sem hvalaskoðunarfyrirtæki vilja að afmarkað verði sem hvalaskoðunarsvæði. Hræjunum er kastað fyrir borð en að jafnaði eru 40 prósent af skepnunni nýtt.

The post Afskriftir lánardrottna nær fjórðungur af aflaverðmæti hrefnu appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652