Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ríkið ætlar að áfrýja dómi um atvinnuleysisbætur – formaður VR hafði vonast eftir meiri auðmýkt

$
0
0

„Að mínu mati er þetta stórt mál og mögulega fordæmisgefandi. Þess vegna tel ég æskilegt að eyða allri óvissu og taka af tvímæli í þessu máli með endanlegri niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra en hátt í eitt þúsund manns gætu átt endurkröfurétt á ríkið eftir héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að það hefði verið ólöglegt að stytta bótatímabil atvinnulausra.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa vonað að fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra sýndu ákveðna auðmýkt og gengju til samninga við þá sem þau hefðu brotið á án þess að það þyrfti frekari málarekstur. Ákvörðunin hafi verið hroðvirknisleg en margsinnis hafi verið bent á að þetta gengi bæði gegn stjórnarskrá og eignarrétti en markmiðið hafi einungis verið að laga fjárhagsstöðu ríkisins.

Ríkið hefði getað stytt bótatímabilið en það mátti ekki skerða rétt þeirra sem þegar höfðu hafið töku bóta. Alls missti 81 félagsmaður í VR framfærslu sína þegar lögin tóku gildi. Ólafía segir að sumir þeirra hafi getað leitað á náðir sveitarfélaga en alls ekki allir, enda séu þröng skilyrði þar, til að mynda um tekjur maka. Fólk sem sé enn atvinnulaust hafi haft samband við félagið eftir dóminn og velti nú fyrir sér réttarstöðu sinni.
Eygló Harðardóttir gaf ekki kost á viðtali til að svara frekari spurningum um málið. þká

The post Ríkið ætlar að áfrýja dómi um atvinnuleysisbætur – formaður VR hafði vonast eftir meiri auðmýkt appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652