Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sýknað fyrir nauðgun því fórnarlambið kyssti gerandann

$
0
0

Réttargæslumaður segir ekki eðlilegt að dæma fórnarlambið út frá hegðun þess fyrr um kvöldið.

„Henni líður mjög illa yfir þessu,“ segir Þórdís Bjarnadóttir, réttargæslumaður átján ára stúlku, sem kærði pilt fyrir nauðgun árið 2014 þegar hún sjálf var sextán ára, en hann sautján.

Réttað var í málinu í Héraðsdómi Vesturlands en piltinum var gefið að sök að hafa nýtt sér ölvunarástand stúlkunnar sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Hann var aftur á móti sýknaður af nauðgun, þar sem dómurinn taldi hann hafa haft „réttmæta ástæðu“ til þess að ætla að hún væri samþykk mökunum, eins og það var orðað í dómi. Meðal annars vegna þess að stúlkan kyssti piltinn fyrr um kvöldið og settist klofvega yfir hann.

„Það er fráleitt að dæma út frá hegðun stúlkunnar fyrr um kvöldið,“ segir Þórdís og bendir á að fyrri samskipti skipta engu í þessu samhengi, sérstaklega í ljósi þess að hún telji að pilturinn hafi mátt gera sér grein fyrir ástandi stúlkunnar, og því hafi honum verið ljóst að hann hafi ekki haft réttmætar ástæður til þess að hafa við hana mök.

Pilturinn neitaði alfarið sök í málinu en játaði að hafa haft mök við stúlkuna.

Í dóminum kemur fram að atvikið hafi haft mikil og alvarleg áhrif á stúlkuna. Sjálf lýsti hún afleiðingum þessa atviks á þá leið að það hefði breytt öllu. Hún hefði lokað sig af og hætt samskiptum við flesta vini sína.

„Hún er verulega ósátt við þessa niðurstöðu,“ segir Þórdís en ákæruvaldið skoðar nú hvort dóminum verði áfrýjað. Þórdís vonar að svo verði.

The post Sýknað fyrir nauðgun því fórnarlambið kyssti gerandann appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652