Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Faðir drengsins titraði af reiði – Kaj Anton sagði barnið hafa dottið

$
0
0

Sindri Kristjánsson, faðir hins tveggja ára drengs sem Kaj Anton er sakaður um að hafa misþyrmt, sýndi mikla bræði í réttarhöldum málsins sem fram fóru Jæren Tingrett í Noregi í vikunni. „Það er óskiljanlegt hvernig hægt er að gera svona við lítið barn.“ 

Kaj Anton Arnarsson Larsen bíður niðurstöðu dómara við Jæren Tingrett í Noregi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta mánuði, grunaður um að hafa misþyrmt tveggja ára syni Sindra Kristjánssonar í Stavanger í fyrra. Réttarhöldin fóru fram í vikunni en móðir barnsins var kærasta Kaj Antons þegar málið kom upp.

 

27021 Sindri Kristjánsson
Sindri Kristjánsson faðir drengsins

Við aðalmeðferð málsins kom fram að fram að Kaj Anton hefði verið í fíkniefnaneyslu þegar málið kom upp. Móðirin og barnið hafa dvalið í sérstökum fjölskylduúrræðum í Stavanger og Bergen.

Við réttarhöldin hélt Kaj Anton fram sakleysi sínu og skýrði áverka á barninu með þeim hætti að það hefði dottið í tví- eða þrígang.

10689437_952103778141367_2376625470704664210_n
Kaj Anton Arnarsson Larsen heldur fram sakleysi sínu en hefur setið í fangelsi í átta mánuði, grunaður um að hafa misþyrmt tveggja ára dreng.

DV hefur fjallað ítarlega um málið en forsagan er sú að Kaj Antoni var treyst fyrir drengnum þegar konan var að byrja í nýrri vinnu á leikskóla. Litli drengurinn, sem þá var rétt tveggja ára gamall, var veikur og gat ekki farið í leikskólann. Kaj Anton var því með drenginn. Þegar konan kom heim úr vinnu var drengurinn meiddur og fór hún, ásamt Kaj Antoni, með hann á spítala.
Þar vöknuðu grunsemdir heilbrigðisstarfsfólks um að drengnum hefði verið misþyrmt. Drengurinn var handleggsbrotinn, með mar á höfði, stóran marblett á baki og ældi sökum heilahristings.

Sindri Kristjánsson, faðir barnsins, gaf einnig skýrslu fyrir dómi og var mjög mikið niðri fyrir. Þeir Kaj Anton eiga sögu saman en þeir hafa báðir afplánað dóma fyrir aðild að Háholtsárásinni svokölluðu. Árásin var hluti af uppgjöri tveggja glæpahópa.

„Ég var mjög reiður og bara titraði við að sjá þennan mann. Það kemur enginn annar til greina,“ segir Sindri. Hann sat í fangelsi í Noregi þegar málið kom upp en kom á spítalann tveimur dögum síðar. „Þegar ég hitti son minn loksins var hann afmyndaður í andlitinu. Mjög lítill í sér og hræddur í einhvern tíma á eftir. Það er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig menn geta gert svona. Þetta er bara algjör rotta.“

WwduIph8m2OKJwGOe8FnuwTWBWIy8MakrLZgv89oGHtA

The post Faðir drengsins titraði af reiði – Kaj Anton sagði barnið hafa dottið appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652