„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðuneytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjármagnshöftum var komið á.
„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessi svör,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hvorki Seðlabanki Íslands né fjármálaráðuneytið geta svarað því hversu mikið fé álfyrirtækin á Íslandi hafa flutt úr landi eftir að fjármagnshöftum var komið á. Þá fást ekki heldur upplýsingar um arðgreiðslur á árunum 2009 til 2015.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar á Alþingi. Fjármálaráðuneytið segist ekki búa yfir upplýsingunum og Seðlabankinn ber fyrir sig þagnarskyldu og persónuvernd. „Hér hefur verið umræða um þunna eiginfjármögnun stórfyrirtækja sem snýst um að færa fjármuni innan sömu samstæðu milli landa. Þetta er mál sem varðar hagsmuni almennings og ég held að þessi fyrirtæki ættu að sjá sér hag í því að hafa þessar upplýsingar uppi á borðinu, ég skora á þau að höggva á hnútinn og birta gögnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
The post Skorar á fyrirtækið að birta gögnin appeared first on Fréttatíminn.