Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Bensínstöðvasólgleraugu – Tískuþáttur

$
0
0

Ljót sólgleraugu eru í tísku í sumar. Hlébarðamunstur, matrix gleraugu og Paris Hilton lúkkið. Því ódýrari og ýktari, því betra. 

Sólgleraugnatískan snerist eitt sinn um að eiga dýrustu og flottustu sólgleraugun sem féllu vel að andlitsfallinu. Nú eru breyttir tímar. Rihanna og Sturla Atlas vita að ljót sólgleraugu eru málið í sumar, en hvaða staður er betri til að finna slík sólgleraugu en bensínstöðin á horninu. Svo dásamlega hallærisleg að þau fara hringinn og verða töff. Það skemmir ekki fyrir að öll sólgleraugun kosta undir 2000 krónum.
Fréttatíminn fékk Sigurð Andrean Sigurgeirsson og Karin Sveinsdóttur til að máta nokkur sólgleraugu á N1 Ægisíðu.

Myndataka: Rut Sigurðardóttir

Stílísering: Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Sérstakar þakkir: Eva Mary, starfsmaður á N1 Ægisíðu.

27078_bensinstodvasolgleraugu-5
Sigurður Andrean skartar Stars are blind- lúkkinu sem kennt er við Paris Hilton og passar vel við demantagleraugu Karinar.
27078_bensinstodvasolgleraugu-1
Matrix Reloaded-lúkkið er komið aftur
27078_bensinstodvasolgleraugu-3
Karin skartar Bleiku bombunni og Sigurður Andrean Næntís Tom Cruise-gleraugunum.
27078_bensinstodvasolgleraugu-4
Karin með Sparkling Diamond-gleraugun
27078_bensinstodvasolgleraugu-2
Sigurður Andrean með Olíufurstagleraugun.

The post Bensínstöðvasólgleraugu – Tískuþáttur appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652