Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Mjólkurmýtan: tákn um vestræn gildi

$
0
0

„Við erum að vinna með eitthvað sem kallast mjólkurmýtan: mjólk er nauðsynleg, þú þarft mjólk til að lifa af, Íslendingar drekka mjólk, alvöru íþróttamenn drekka mjólk,“ segir Nína Hjálmarsdóttir, einn meðlima sviðslistahópsins Mixed Feels, sem verður með sýninguna Blámjólk í Gerðarsafni á þjóðhátíðardaginn næstkomandi.

„Þegar við fórum að ræða um mjólk innan hópsins áttuðum við okkur á því að mjólk er tákn fyrir vestræn gildi, neyslu og gott heimili,“ segir Nína og bætir við að fyndið sé að skoða auglýsingar frá tíunda áratugnum í því samhengi.
Verkið samanstendur af aragrúa mjólkurferna sem mynda nokkra fleka. „Mjólkurfernan er eitthvað sem fólk þekkir og tengir við, vill ekki að breytist. Við vinnum með hana og breytum um formið á henni sem getur verið óþægilegt fyrir fólk að horfa á, vinnum með einingu sem verður að annari einingu, og gerum síðan leikrit í kringum það. Þetta er rosalegt magn af mjólkurfernum,“ segir Nína.

 

 

 

The post Mjólkurmýtan: tákn um vestræn gildi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652