„Barðavogur 13 er heimili og vinnustofa listamanns, teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni fyrir listmálarann Kristján Davíðsson. Húsið er að mínu mati besta dæmið um vel heppnaða samvinnu arkitekts og listamanns,“ segir arkitektinn Shruthi Basappa hjá Sei arkitektum.

„Burður hússins birtist í formi þess, þar sem ávalir þakbogarnir sitja léttir á ferhyrndum útveggjum grunnflatarins. Í norðurenda hússins er vinnustofa en í suðurendanum heimili listamannsins. Ólíkt þeim ótal „hagkvæmu“ lausnum sem finnast á markaðnum í dag einkennist innra rýmið af fallegum bogum loftsins, vel staðsettum gluggum og gólfplani sem er í senn opið og aðlaðandi án þess að grípa til þess að tengja allt með göngum, sem enn er of algengt í dag. Samspil rúmmáls, ljóss og fúnksjónar er samofinn þráður í verkinu og allt var gert án þess að farið væri út fyrir kostnaðarrammann sem arkitektinum var settur. Fyrir mér felst fegurð rýmisins í þeirri staðreynd, auk þess sem það veitir innblástur og er mannlegt, allt í senn.“




The post Fallegasta byggingin: Barðavogur 13 appeared first on Fréttatíminn.