Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fullorðin í föðurhúsum: Strögl eða notalegheit

$
0
0

Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Í fyrsta sinn í 130 ár er líklegra að Bandaríkjamenn á aldrinum 18-34 ára búi á heimili foreldra sinna, en að þeir búi í eigin húsnæði með maka. Eru þetta ósjálfstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?

27357_elin_bjornsdottir-2
Elín segir notalegt að búa í föðurhúsum í Hlíðunum með Birni, föður sínum. Mynd|Rut

Elín Björnsdóttir er 24 ára gamall hjúkrunarfræðinemi og býr með föður sínum og tvítugum yngri bróður í Hlíðunum. „Viljiði kaffi?“ spyr Elín Björn föður sinn og blaðamann á meðan Björn rifjar upp menntaskólapartí sem Elín hélt á fyrsta ári í MH: „Ég kom heim og þá voru brotnar rúður og allt í rúst, þú heldur nú ekki svoleiðis partí lengur, Elín,“ segir Björn brosandi.

Elín hefur búið til skiptis hjá föður sínum og móður frá barnæsku, en síðustu þrjú árin hefur hún alfarið búið í föðurhúsum.
„Mér finnst eins og flestir búi annað hvort enn heima eða séu í algjöru strögli. Eins og valið sé á milli þess að hafa notalegt heima hjá foreldrum sínum eða vera í sífelldu basli að borga himinháa leigu við hver mánaðamót,“ segir Elín. „Auðvitað ættu stúdentaíbúðir að vera möguleiki en biðlistinn í þær er svo langur að það gengur ekki fyrir alla.“

Verunni í föðurhúsum ber Elín vel söguna, en hún segir slíkri sambúð alltaf fylgja einhver togstreita, enda sé samband manns við foreldra þess eðlis: „Maður hættir aldrei að vera barn foreldra sinna en á sama tíma finnst manni að maður eigi að vera sjálfstæður. En ég er þakklát fyrir að geta búið heima þar sem er séð vel um mann,“ segir Elín.

Björn, faðir Elínar, segir ekki yfir sambúðinni við börnin sín að kvarta: „Þetta er bara félagsskapur og skemmtilegheit.“ Aðspurður hvort heimilisfólk sé duglegt að skipta með sér verkum segir Björn kíminn að það sé misjafnt eftir dögum, en hann reyni að sporna við því að sjá um allt uppvaskið: „Mér finnst engin sérstök skil við það að búa með krökkunum við að þau fullorðnist. Þau eru sömu einstaklingarnir en munurinn er að nú get ég ætlast til þess að þau geri eitthvað hérna heima.“

Feðginin eru bæði meðvituð um stöðu ungs fólks á leigumarkaði og Elín nefnir niðurstöður rannsókna sem sýndu að kjör ungs fólks hafa versnað meira en annarra hópa frá aldamótum.
„Ég held að ævintýramennskan í hruninu hafi haft þau áhrif að unga kynslóðin, sem engan þátt átti í því, fór verst út úr því. Áður fyrr var auðveldara að fá fyrirgreiðslu fyrir íbúð, til dæmis, eftir hrun er það erfiðara,“ segir Björn.

Elín veltir fyrir sér hvort spili inn í að ungt fólk hafi fleiri neyslumöguleika en áður: „Við erum með snjallsíma sem þarf að endurnýja og fólk fer í heimsreisur lengra en það gerði áður. Kannski leyfum við okkur meira en kynslóð foreldra okkar,“ segir Elín, en Björn maldar í móinn og bendir á að ungt fólk hafi svo sem alltaf skemmt sér og ferðast, jafnt nú og áður.

„Stefnan hefur lengi verið að fólk verði að eignast eigið húsnæði, sem þykir ekki jafn mikilvægt annars staðar. Þetta er einhver Bjartur í Sumarhúsum í okkur,“ segir Björn og Elín bætir við: „Já, maður skilur samt rómantíkina í því að eiga heimili sjálfur og þurfa ekki að hræðast leigusalann, ef það kemur hola í vegginn.“ Elín verður reyndar ekki í foreldrahúsum mikið lengur, með haustinu verða feðgarnir tveir eftir: „Ég er svo heppin að pabbi á kjallaraíbúð í Vesturbænum sem ég get leigt af honum, annars væri ég líklega ekki á leið úr föðurhúsum strax.“

Fyrri heimsóknir til fullorðinna í foreldrahúsum:

Ásgeir og Kolbrún: Finnst gott að hún kynnist foreldrum mínum svona vel

27120 Kolla og geiri 04196

Stefán Gunnar: Gaman að fá að vera barn aðeins lengur

25544_stefan_gunnar_fullorðinn_i_foreldrahusum-1

Hrafnhildur: Skrýtið að spyrja foreldrana hvort ég megi halda partý

25417_hrafnhildur_thorolfsdottir_fullordin_i_foreldrahusum-4

Poddi: Hinn nýi íslenski draumur

24936_poddi_poddsen_fullordinn_foreldrahus-1

Sunna: Flutti til mömmu í kjölfar handleggsbrots

27 ára, 24831, fullorðin í foreldrahúsum, Sunna Rut Óskar Þórisdóttir, kisa, köttur, snúlli, herbergi, star wars, salvör gullbrá

Ragnar Bjarni: Finnst hann of gamall til að búa heima

24430, ragnar bjarni stefansson, unglingur, byr heima, foreldrahus, eilifdarunglingur

Kristín Helga: Hefur sitt prívasí í kjallaranum hjá mömmu

24429_KristinHelga-1

Hrútur: Ég þarf ekki að eiga hús til að líða vel

24421_Hrutur-2-776x517

 

The post Fullorðin í föðurhúsum: Strögl eða notalegheit appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652