Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Breyttu hagsmunaskráningu eftir Panamaskjölin

$
0
0

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar breyttu hagsmunaskráningu á vef borgarinnar, en skrifstofa borgarinnar neitaði að upplýsa um breytingarnar þegar eftir því var leitað.

Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar hjá Reykjavíkurborg uppfærðu hagsmunaskráningu sína á vef Reykjavíkurborgar eftir að Panamaskjölin komust í hámæli í vor. Það eru þeir Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar, og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar.

Fréttatíminn sendi fyrirspurnir á borgarfulltrúa og óskaði eftir upplýsingunum eftir að skrifstofa borgarstjórnar hafnaði að veita forsætisnefnd Reykjavíkurborgar upplýsingar um breytingar á hagsmunaskráningu frá 1. mars síðastliðnum.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrú Framsóknar og flugvallarvina, er gagnrýnd í minnisblaði um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa en hún braut gegn reglum borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar. Hún var með þrjú félög en ekkert þeirra var skráð í hagsmunaskráningu þannig almenningur hefði aðgang að þeim.

Í svari Skúla og Björns kemur fram að umræðan um Panamaskjölin hafi verið áminning fyrir þá að fara yfir hagsmunaskráninguna. Þannig skráði Skúli félagið Ráðalind slf., sem hann á með eiginkonu sinni, en sjálfur segist hann ekki hafa haft tekur af félaginu á síðasta ári, var innan við ein milljón króna. Björn skráði félagið Skyn ehf., sem hann notaðist við áður en hann varð borgarfulltrúi. – vg

Leiðrétting: Athugið að í frétt um málið í blaðinu kom fram að félag Skúla Helgasonar hefði haft 6 milljónir í tekjur á síðasta ári, það er ekki rétt, heldur var það árið 2014.

The post Breyttu hagsmunaskráningu eftir Panamaskjölin appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652