Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Liðhlaupi í hungurverkfalli

$
0
0

„Ég vil frekar deyja hér heldur en að vera pyntaður í Írak,“ segir hælisleitandinn Raisan Al-Shimani, sem býr ásamt fleiri flóttamönnum í Stigahlíð í Reykjavík, en hann hefur verið í hungurverkfalli í þrjá daga.

Raisan er einn af flóttamönnunum sem hafa tekið kristna trú hjá Toshiki Toma og var hann meðal annars staddur í Laugarneskirkju þegar lögreglan rauf kirkjugrið í vikunni.

Raisan er 39 ára gamall sex barna faðir, en fjölskylda hans er enn úti í Írak. Sjálfur starfaði hann fyrir írösku leyniþjónustuna, fyrst undir stjórn einræðisherrans Saddam Hussein. Raisan flúði hinsvegar Írak árið 1995 og fór þá til Írans. Hann ákvað hinsvegar að snúa aftur heim árið 2003, þegar innrásarlið Breta og Bandaríkjamanna réðust inn í landið, og hóf hann þá aftur störf sem hermaður.

Hann flúði hinsvegar Suður-Írak árið 2015, eftir að hafa lent í átökum við sjálfstæðar hersveitir sem hann segir að hafi tekið tvo aldraða menn af lífi fyrir framan sig. „Þeir afhöfðuðu annan þeirra fyrir framan mig og brenndu lík þeirra,“ segir hann. Raisan er því liðhlaupi og var dæmdur í fangelsi af herdómstóli þar í landi í fjarveru hans. Hann má því búast við að verða handtekinn og fangelsaður snúi hann aftur. Í versta falli verður hann drepinn af hersveitunum sem hann segir að leiti sín.
Raisan segir viðbúið að hann verði sendur aftur til Írak, verði honum vísað frá Íslandi til Noregs. Því ætlar hann að svelta sig þar til lausn fæst í hans málum. -vg

The post Liðhlaupi í hungurverkfalli appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652