Í versluninni Hrím eldhús fæst heil línan af Smeg eldhústækjum í öllum regnbogans litum. Nældu þér í þinn uppáhalds lit eða blandaðu
nokkrum saman af þessari tímalausu og endingargóðu hönnun.
Tímalaus hönnun ítalska fyrirtækisins Smeg hefur slegið í gegn á heimsvísu. Smeg sýndi heimsbyggðinni að eldhústæki geta líka verið hönnunargripir, falleg og djásn heimilsins. Vörurnar eru þekktar fyrir gæði og góðan endingartíma. Þær sameina hönnun og notagildi og hafa í gegnum tíðina skapað sér sess sem eitt þekktasta hönnunarmerki heims.
Verslunin Hrím eldhús á Laugavegi hefur lengi selt Smeg ísskápana sem flestir þekkja. Þeim bregður fyrir í klassískum bíómyndum og öllum helstu hönnunartímaritum. Nú er öll raftækjalínan í eldhúsið fáanleg í verslun Hrím eldhús: brauðrist, blandari, hrærivél og hraðsuðuketill. Eldhústækin eru fáanleg í öllum regnbogans litum. Því má ýmist leika sér að ólíkum litasamsetningum eða hreinlega fá sér alla línuna í þínum uppáhalds lit. Stíll varanna er innblásinn frá sjötta áratugnum, retró stemning, uppfull af litagleði.

Fjórar brauðsneiðar komast fyrir í þessari 1500 W brauðrist úr ryðfríu stáli.
Blandarinn
Það eru fjórar hraðastillingar á blandaranum ásamt valmöguleikum um „smoothie, ice crush og pulse“.
Hrærivél
Vélin gefur ekkert eftir Kitchenaid, 800 W með tíu hraðastillingum, endingargóð og falleg.
Hraðsuðuketill
Fallegur ketill sem tekur 1,7 lítra af vatni og er fljótur að hitna
Hægt er að kaupa Smeg vörurnar í netverslun Hrím á www.hrim.is eða í verslun þeirra á Laugavegi 32.
Á Facebook síðu Hrím stendur yfir gjafaleikur og eiga þátttakendur möguleika á að vinna brauðrist í lit að eigin vali.
Unnið í samstarfi við Krúnk
The post Smeg raftæki nú fáanleg í Hrím appeared first on Fréttatíminn.