Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Listamenn ekki fengið greitt frá Sónar

$
0
0

Nokkrir íslenskir tónlistarmenn sem fram komu á tónlistarhátíðinni Sónar, sem haldin var í Hörpu í febrúar á þessu ári, hafa ekki enn fengið greitt fyrir vinnu sína.

Forsprakki Sónar hátíðarinnar er Björn Steinbekk, sem nú er sakaður um svik við miðasölu á landsleik Íslendinga og Frakka á Evrópumótinu í fótbolta.

Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að nokkrir starfsmenn hátíðarinnar hafi gengið á eftir launum sínum við aðstandendur hátíðarinnar síðan hún var haldin, en án árangurs.

Af þeim listamönnum sem Fréttatíminn ræddi við, kom í ljós að nokkrir höfðu sannarlega fengið greitt fyrir vinnu sína, en þó ekki þrautalaust.

„Ég fékk greitt,“ sagði einn tónlistarmaðurinn í samtali við Fréttatímann en bætti við: „Það var þó ekki fyrr en eftir margar ítrekanir í tölvupóstum til Björns. Ég þurfti að leggja á mig þvílíka aukavinnu til þess að fá þetta greitt. Ég veit um að minnsta kosti þrjá sem hafa ekki fengið greitt.“

Þeir tónlistarmenn sem höfðu ekki fengið greitt hafa haft verulegar áhyggjur undanfarið, sérstaklega vegna miðamáls Björns, en þeir sem keyptu miðana af honum lögðu inn á reikning Sónar. Úr varð að Eldar Ástþórsson, eini stjórnarmaður Sónar sem er ekki tengdur Birni fjölskylduböndum, sagði sig umsvifalaust úr stjórn félagsins. Þá fengust þau svör í vikunni, frá eigendum hátíðarinnar á Spáni, að til greina kæmi að hætta að leigja Birni vörumerki hátíðarinnar. -vg/þt

The post Listamenn ekki fengið greitt frá Sónar appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652