Hópur fólks heldur saman matargjöfum fyrirtækja vilji einstkalingar fá sér frítt að borða.
„Hugmyndin kviknaði þegar bakarí var að halda upp á afmælið sitt og var að gefa köku,“ útskýrir kvikmyndafræðingurinn Ingi Þór Óskarsson en hann og félagi hans, Gunnlaugur Bjarnason, bjuggu til athyglisverða hóp sem upplýsir um frían mat sem oft er boðið upp á í kynningarskyni.
Á þriðja hundrað manns eru í hópnum sem ber einfaldlega heitið: „Frír matur“.
„Fólk hefur verið duglegt að nýta sér þetta,“ segir Ingi Þór sem sjálfur kemur oft við á stöðum þar sem boðið er upp á mat. Ingi segir hálfgerða gósentíð þegar kosningabarátta stendur yfir, „þannig var mikil virkni í hópnum í kringum forsetakosningarnar,“ bætir hann við.
Hægt er að finna fjölda tilkynninga á síðunni þar sem forsetaframbjóðendur bjóða upp á veitingar.
Athyglisverðar upplýsingar eru svo settar inn í hópinn, svo sem hvenær sé best að fara í Hagkaup til þess að smakka mat. „Það er síðdegis á föstudögum,“ svarar Ingi Þór þegar hann er spurður hvenær mestu möguleikarnir séu á að fá að borða í Hagkaupsbúðunum.-vg
The post Kortleggja matargjafir á Facebook appeared first on Fréttatíminn.