Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Tveir viðriðnir morðið á Jóni

$
0
0

Enn er leitað að morðingja Jóns Gunnars, en lögreglan grunar tvo einstaklinga um að tengjast ódæðinu. 

Að minnsta kosti tveir eru grunaðir um að hafa myrt Jón Gunnar Kristjánsson sem var stunginn 14 sinnum í Akalla í Svíþjóð mánudaginn 18. júlí síðastliðinn.

„Við erum með einn grunaðan mann í haldi, en hann er fæddur árið 1978,“ segir Mats Eriksson, fjölmiðlafulltrúi hjá lögreglunni í Stokkhólmi.

Hinn handtekni hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt sænskum fjölmiðlum en hann er grunaður um að hafa verið í vitorði með þeim sem stakk Jón Gunnar, að því er fram kemur í svörum lögreglunnar.

Spurður hversu marga þeir telji að hafi komið að árásinni, svarar Mats: „Að minnsta kosti tveir.“

Ekki er vitað hvers vegna Jón var stunginn, en hann var 35 ára þegar hann lést. Einhverjir sjónarvottar voru á vettvangi þegar ráðist var á Jón. Sögðu þeir að morðinginn hefði sagt eitthvað um dulkóðuð gögn áður en hann stakk Jón.

Jón Gunnar bjó nær alla sína ævi í Svíþjóð, en faðir hans er íslenskur. Móðir Jóns er kínversk. Jón á tvö börn og var um tíma í læknanámi í Ungverjalandi. -vg

The post Tveir viðriðnir morðið á Jóni appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652