Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fjölbreytni þeirra sem tala og hlusta

$
0
0

Hátt í þúsund manns höfðu tekið þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu, Suðurkjördæmi og á Norðvesturkjördæmi í gær, fimmtudaginn 11. ágúst.

„Það eru sjö hundruð búnir að kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, en prófkjöri flokksins lýkur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi klukkan sex í kvöld.

Hátt í þúsund manns hafa tekið þátt í öllum prófkjörum flokksins, en þar er  meðal annars farin sú leið að kjósa í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður og norður saman.

Prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi lýkur svo á sunnudaginn.

Sigríður Bylgja segir að kosningakerfið sem Píratar notast við, og er eingöngu á netinu, hafi reynst vel. Það þurfi þó að skerpa á ýmsu.

„Við erum ánægð með kerfið, en það er ýmislegt sem þarf að laga,“ segir Sigríður Bylgja og útskýrir að aldurshópurinn í flokknum sé breiður og tölvukunnátta misjöfn. Því hefur flokkurinn brugðist við því með að bjóða upp á aðstoð í höfuðstöðvum flokksins á Fiskislóð í Vesturbæ Reykjavíkur.

Búist er við að úrslit prófkjaranna verði kynnt skömmu eftir klukkan 18 í kvöld í höfuðstöðvum flokksins.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652