Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Innherji seldi á lokadegi: „Auðvitað þekki ég félagið“

$
0
0
„Nei, ég bý ekki yfir neinum upplýsingum um uppgjörið. Ég fylgdi öllum reglum við söluna á hlutabréfunum,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir, fjárfestir og stjórnarmaður í Icelandair, sem seldi hlutabréf í flugfélaginu fyrir 9.6 milljónir króna á fimmtudaginn.
Fimmtudagurinn var síðasti dagurinn sem innherjar í Icelandair máttu selja hlutabréf í fyrirtækinu. Eftir þrjár vikur verður uppgjör Icelandair fyrir fyrstu síðustu þrjá mánuði ársins birt. Sérstakar reglur gilda fyrir innherja vegna sölu á hlutabréfum. Slík uppgjör geta haft mikil áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækja. Eftir sölu Katrínar Olgu lækkaði hlutabréfaverð í Icelandair um tæp 5 prósent.
Katrin Olga segist hafa selt hlutabréfin til að fjármagna framkvæmdir við sumarhús fjölskyldu sinnar. „Ég þarf á fé að halda til að standa við skuldbindingar við menn.“ Aðspurð hvort hún búi ekki yfir neinum upplýsingum um hver staða Icelandair sé sem aðrir búa ekki yfir segir hún. „Ég náttúrulega bý yfir upplýsingum sem stjórnarmaður. Auðvitað þekki ég félagið.“
Aðspurð hvort hún hefði ekki beðið með að selja ef hún teldi að bréfin myndu hækka eftir birtingu uppgjörsins segir Katrín Olga að hún hafi þurft á fénu að halda og að hún hafi fulla trú á Icelandair til framtíðar. -ifv

Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652