„Það hefur verið tilkynnt nokkuð um þetta í mörgum vestrænum löndum, það er að segja aukningu á sárasótt og lekanda, og er aukningin aðallega á meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum,“ segir Þórólfur, en athygli vekur að árið 2013 greindust þrjú tilfelli með sárásótt hér á landi, en þau voru 17 árið eftir. Á síðasta ári voru tilfellin 24, sami fjöldi og hefur greinst á síðstu síðustu átta mánuðum.
En hver er skýringin á þessari aukningu?
„Svo virðist vera að ástæðan gæti verið sú að menn séu farnir að slaka verlega á í notkun á smokkum,“ segir Þórólfur en sárasótt smitar venjulega um slímhúð kynfæra við samfarir, en getur einnig smitað um aðrar slímhúðir svo sem í munnholi og endaþarmi.
Fáist ekki fullnægjandi meðferð við sjúkdómnum á fyrstu stigum hans getur bakterían sest að í ýmsum vefjum líkamans og valdið ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni, svo sem hjarta- og taugasjúkdómum. Ef fóstur smitast á meðgöngu getur bakterían einnig valdið varanlegum skaða á því.
„Hún getur valdið sýkingum og heilaskemmdum,“ segir Þórólfur sem undirstrikar einnig hættuna ef þunguð kona fær sjúkdóminn, þá getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fóstrið.
Þórólfur segir skimun hjá áhættuhópum öfluga, en einnig hefur Landlæknaembættið sóttvarnalæknir leitað aðstoðar til að mynda samtakanna´78 og HIV Ísland um fræðslu og hvatningu á því að meðlimir muni eftir að nota smokkinn.-vg