Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að þarna hafi verið gerð mistök, en hún hélt fund með starfsmönnum embættisins í gær til að fara yfir verkferla innan embættisins. Hún segir þó ekki ástæðu til að áminna saksóknarann sem átti í hlut. Fleiri en einn saksóknari hjá embættinu hefur komið að málinu hjá embættinu. Á fyrri stigum var það hjá Helga Magnúsi Gunnarssyni en það var Einar Tryggvason sem hafði málið með höndum nú. Helgi Magnús sagði við Fréttatímann í síðustu viku að álagið væri mikið og starfsmenn hefðu ekki undan. Samkvæmt heimildum Fréttatímans kom það mönnum í opna skjöldu að Hæstiréttur úrskurðaði með þessum hætti enda hefur það oft komið fyrir í gegnum árin að greinargerðir sækjenda og verjenda komi eftir að frestur er liðinn. Drátturinn nú varð hinsvegar óvanalega langur þar sem greinargerðin var sett í póst eftir að fresturinn var útrunninn.
↧