Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Síminn á í Auðkenni og býður eitt upp ókeypis rafræn skilríki

$
0
0

Síminn er eina fjarskiptafyrirtækið sem ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á kostnaðarlausa notkun á rafrænum skilríkjum en fyrirtækið á tæplega 19 prósenta hlut í fyrirtækinu sem gefur út rafræn skilríki á Íslandi, Auðkenni ehf. Viðskiptavinir annarra símafyrirtækja þurfa að greiða 14 eða 15 krónur fyrir sms-sendingar vegna notkunar á rafrænum skilríkjum sínum, til að mynda þegar þeir fara inn á netbanka sinn.

Í svari frá upplýsingafulltrúa Símans, Gunnhildi Gunnarsdóttur, kemur fram að eigendatengsl Símans og Auðkennis skipti ekki máli í þeirri ákvörðun Símans að hafa þesa þjónustu gjaldfrjálsa, að því leytinu til að enginn samningur milli þessara aðila hafi verið gerður um þjónustua. „Síminn á í Auðkenni og var það langtímahugsun okkar til þess að ná fram hagræðingu fyrir okkur og þau fyrirtæki sem nýta kortin. Við höfum aldrei haft neinar tekjur af þeim hlut, en vonumst að sjálfsögðu til að hafa hag af því í framtíðinni, en þá allra fyrst og fremst í sparnaði og betri þjónustu við viðskiptavini.“

Síminn hefur því bæði beina og óbeina hagsmuni af því að sem flestir noti rafræn skilríki þar sem fjarskiptafyrirtækið á umræddan hlut í Auðkenni. Gunnhildur segir að eftir að ljóst var að Síminn myndi hafa þjónustuna gjaldfrjálsa hafi margir nýir viðskiptavinir komið yfir til Símans.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652