Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Talstöðvarsamskipti lögreglunnar láku á netið

$
0
0

Kerfið er á forræði Neyðarlínunnar, sem fékk 250 milljónir til þess að uppfæra það á þessu ári, með það að markmiði að gera það öruggara fyrir samskonar hættu. Þeirri vinnu lauk í vor.

Grunur leikur á að þeir sem birtu samskiptin hafi reynt að selja fjölmiðlum aðgang að vefsvæðinu, sem er eingöngu aðgengilegt í gegnum Tor-netið svokallaða. Tor er einfaldast að útskýra sem nokkurskonar hliðarveröld netsins, en það tók blaðamann þó ekki nema nokkrar mínútur að komast í gögnin með einföldum leiðbeiningum sérfræðings.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dulkóðaði samskipti sín um hádegisbilið í gær, en meðal upptaka sem blaðamaður fann, voru samskipti lögreglumanna og Neyðarlínunnar vegna líkfundar á Grandagarði. Þá mátti finna fjölmargar upptökur sem innihéldu samskipti á milli sjúkraflutningamanna og starfsfólks spítala vegna sjúklinga sem voru á leiðinni á spítala. Sjaldnast var um nafngreinanlegar upplýsingar að ræða í því efni sem blaðamaður komst yfir að hlusta á, þó kom fyrir hjá Strætó, að einstaklingar voru nefndir á nafn. Eins koma fram upplýsingar um heimilisföng í fjölmörgum upptökum hjá viðbragðsaðilum.

Þórhallur Ólafsson, framkvæmdstjóri Neyðarlínunnar, segir að unnið sé hörðum höndum að því að dulkóða efnið. Það er ljóst að tölvuþrjóturinn er íslenskur, en hlekkur á síðuna var aðgengilegur á spjallvefnum deildu.net. Búið er að eyða þeirri færslu nú. Þórhallur segir erfitt að verjast svona árásum, og segir þetta augljóslega kolólölegt. Þórhallur segir ennfremur að lögregla hljóti að íhuga að rannsaka málið, en sjálfur hefur hann ekki kært málið fyrir hönd fyrirtækisins.

Þórhallur segir kerfið öruggt nú, eftir að samskiptin voru dulkóðuð, en þó má enn nálgast samskipti annarra notenda Tetra-kerfisins á síðunni sem um ræðir. Þeir þurfa að óska eftir því að samskiptin verði dulkóðuð, vilji þeir ekki að þau birtist á vefnum.

Ekki náðist í Ríkislögreglustjóra vegna málsins.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652