Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Bréfin frelsuðu Moses frá martröðinni

$
0
0

Líf Moses breyttist í martröð á einu andartaki árið 2005. Hann var dæmdur til dauða, aðeins 25 ára gamall, fyrir glæp sem hann framdi ekki. Þá hafði hann setið saklaus í fangelsi hátt í áratug. Bréfaskriftir á vegum Amnesty International, þar á meðal 16 þúsund bréf frá Íslendingum, björguðu lífi hans.

„Daginn sem ég var handtekinn var ég á leiðinni úr skólanum. Það var 27. nóvember,“ segir Moses sem var nýkominn úr strætó og var á leiðinni heim til sín þegar hann sá hóp pilta hlaupa í áttina að sér. Hann hleypti þeim framhjá, en sá þá lögregluna koma. Hann var strax sakaður um að taka vera meðsekur í þjófnaði, og var skotinn í höndina.

Það var ekki fyrr en níu árum síðar sem Moses var dæmdur fyrir glæpinn sem hann framdi ekki eða árið 2014. Þá hafði hann margsinnis mátt þola hrikalegar pyntingar, en hann játaði á sig sök á sínum tíma eftir að hafa mátt þola hrottalegar pyntingar.

Það var þá sem heimurinn tók fyrst eftir honum. Og það fyrir einskæra heppni að hans sögn. Þúsundir sendu bréf til Moses og stjórnvalda í Nígeríu, sem voru hvött til þess að sleppa honum. Það var svo í maí á síðasta ári sem hann var loksins látinn laus. Nú ferðast hann um heiminn með Amnesty, og segir sögu sína. Meðal annars hér á landi en hann hélt erindi í gær.

En hvað tekur við? „Ég er kominn aftur í nám,“ segir hann vongóður. „Svo vona ég að saga mín breyti einhverju varðandi dómskerfið í Nígeríu,“ bætir hann við að lokum.-vg


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652