Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Játaði ofbeldi á fæðingadeildinni

$
0
0

Margvísleg gögn, svo sem ljósmyndir og myndbandsupptökur, voru meðal gagna í málinu en þóttu þau sanna svo ekki væri um villst að maðurinn hefði beitt barnsmóður sína hrottalegu ofbeldi.
Ofbeldið átti sér meðal annars stað á fæðingardeildinni í fyrrasumar, skömmu eftir að konan eignast tvíbura. Var hún með börnin í fanginu þegar eitt af atvikunum átti sér stað. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum og nákomnir ættingjar konunnar voru vitni að ítrekuðum brotum mannsins. Ofbeldið hélt áfram eftir að konan kom heim af fæðingardeildinni en maðurinn þrýsti meðal höndum sínum á maga konunnar svo saumar á kviði hennar rifnuðu upp.
Maðurinn var einnig ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með háttsemi sem gæti móðgað og smánað konuna. Hann deildi myndum af kynfærum konunnar á samskiptasíðu á netinu og hafði í hótunum við hana. Hann var ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir og líkamsárásir.

Maðurinn er fæddur 1991 og hefur verið í mikilli fíkniefnaneyslu. Sætti hann í tvígang nálgunarbanni gegn konunni sem hann rauf ítrekað. Taldi lögreglan að öryggi konunnar væri ekki tryggt á meðan maðurinn gengi laus. Yfirvofandi líkur væru á því að hann setti sig í samband við hana á ný eða ógnaði. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Maðurinn mætti ekki á staðinn en játaði nánast öll brotin. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fer fram á að lágmarki sex ára fangelsi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652