Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Benedikt fjörutíufaldaði fjárfestingu sína

$
0
0

Benedikt Jóhannesson, þingmaður og formaður Viðreisnar, rúmlega fjörutíufaldaði fjárfestingu sína í viðskiptum með hlutabréf í fyrirtækinu Alfa hf., móðurfélagi Kynnisferða. Hann segist í svari til Fréttatímans hafa hagnast um 44 milljónir á hlutabréfunum þegar hann seldi þau í vor. Áætlað virði hlutabréfa í Alfa hf., sem er fjölskyldufyrirtæki bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona og ættingja þeirra, var þá tæplega fjórir milljarðar króna. Benedikt er náfrændi þeirra bræðra.

Fréttatíminn sagði frá viðskiptum Benedikts með hlutabréfin í síðustu en þá kom ekki fram hversu mikill hagnaður Benedikts í viðskiptunum var. Miðað við það að hann seldi hlutabréfin á 45,1 milljón hafa hlutabréf hans ríflega fjörtíufaldast í verði á liðnum árum en Kynnisferðir eru eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Alfa hf. greiddi út 1398 milljóna arð í fyrra eftir að selt þriðjung hlutafjárins til fjárfestingarsjóðs sem meðal annars er í eigu lífeyrissjóða og fékk Benedikt 15,8 milljónir af þeirri fjárhæð. Fjárfesting hans var því mjög arðbær.

Benedikt vill ekki gefa upp hvaða einstaklingar eða fyrirtæki keyptu hlutabréfin af honum en segir að það hafi verið aðrir hluthafar í Alfa hf.  „Innan félagsins er forkaupsréttur að hlutabréfum og nokkrir forkaupsréttarhafar úr hópi hluthafa nýttu sér þann rétt og keyptu hlutabréfin.“

Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652