Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fiskverð nær nýjum hæðum

$
0
0

Arthur segir að vonsku veður undanfarna daga hafi helst komið í veg fyrir það að trillukarlar hafi getað gert sér mat úr háu verði. “Ef við lítum á þetta raunhæft þá eru svona há verð hvetjandi til að róa í vondum veðrum og þá fer nú verða tvísýnt um hvort það sé eftirsóknarvert í heildina séð. Ég verð þó að hrósa mönnum fyrir það að á þrjátíu árum get ég talið á fingrum annarar handar dæmi þar sem það var greinilega óvarkárni í þessu sambandi,” segir Arthur.

Meðalverð á ferskum þorski var á fimmtudag um 550 krónur á kílóið. Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að barist sé um allan fisk sem kemur í land. Hann segir að ef það væru ekki jól þá væri enginn ferskur fiskur í boði. “Verðið er svo hátt að trillukarlarnir fara út á sjó ef það er einhver smuga. Ef þeir sjá glitta í hana, þá fara þeir,” segir Kristján Berg.

Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652