Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Öryggiskennd í miðbænum er valdeflandi

$
0
0

Björk segir að nær allar konur sem hún hefur talað við notist við einhvers konar úrræði til að slá á hræðslu þegar þær eru einar á ferð á djamminu. „Viðmælendur mínir veita eftirlitsmyndavélum enga athygli og þar af leiðandi upplifa almennt ekki aukna öryggiskennd frá þeim. Í staðinn tala þær mikið um aðra aðferðir sem þær beita, þessi stöðugi reikningur sem fer fram í hausnum; ekki labba þessa götu, ekki vera full, ekki tala við ókunnuga, ekki mynda augnsamband og hringja í vini eða kærasta sem vita alltaf hvar þú ert og labba með lykla í höndunum. Þær búa sér til falska eða ekki falska öryggiskennd,“ segir Björk.

Hún treystir sér ekki til að meta hvort þessi úrræði auki öryggi kvenna en leggur áherslu á að þetta snúist fyrst og fremst um valdeflingu þeirra. „Þýðir öryggiskennd að þú sért þá örugg? Nei, í raun og veru ekki. Það gerir það hins vegar að verkum að þér líður betur og það er það sem konur eru að gera. Þær geta ekki ábyrgst 100 prósent öryggi þegar þær ganga um miðbæinn, eins og þú getur ekki ábyrgst að þú lendir ekki í bílslysi þegar þú ert að keyra. Þú getur aldrei verið viss um hvað gerist en í staðinn fyrir að hætta bara að ganga um miðbæinn þegar það er myrkur og lokað þig af því það gæti eitthvað gerst, þá taka konur valdið aftur til sín og búa sér til aðferðir sem láta þeim líða betur,“ segir Björk.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652