Það vakti heimsathygli þegar upp komst að Poly Implant Prothèse notaði iðnaðarsilíkon í brjóstapúðana sem það framleiddi en púðar frá fyrirtækinu voru græddir í 440 íslenskar konur.
TÜV Rheinland, sá um eftirlit með framleiðslunni í Frakklandi. Púðarnir, svonefndir PIP púðar, reyndust vera fylltir með iðnaðarsilíkoni. Efnið lak úr púðunum og olli konunum margvíslegum óþægindum og heilsustjóni. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, var að fara yfir niðurstöðuna þegar Fréttatíminn náði tali af henni. Í hlut kvennanna kemur á fjórða hundrað þúsund íslenskra króna fyrir hverja konu núna en til viðbótar á að meta afleiðingar hjá hverri og einni konu og leitast við að bæta miskann. Saga segir að hafa verði í huga að þetta sé einungis fyrsta dómstig af þremur í Frakklandi. Niðurstöðunni verði að öllum líkindum áfrýjað.