Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fiskverkafólki sagt upp en ekki skrifstofufólki

$
0
0

Í samantektinni segir að fiskvinnslufyrirtæki hafi ýmist farið þá leið að bera við hráefnisskorti þannig að fólk fari á kauptryggingu, sem er í raun strípuð dagvinnulaun um 260 þúsund krónur í mánuði, eða borið fyrir sig svokallað hamfaraákvæði, en þannig geta fyrirtæki sett starfsfólk beint á atvinnuleysisbætur.

Alls eru um eitt þúsund starfsmenn á kauptryggingu en atvinnuleysistryggingasjóður greiðir hluta hennar beint til fyrirtækja samkvæmt ákveðnum reiknireglum.

2.300 fiskvinnslustarfsmenn eru ýmist á kauptryggingu eða á atvinnuleysisbótum vegna verkfalls sjómanna. Fiskvinnslufólk á Íslandi er á milli 3-4.000 manns.

Starfsgreinasambandið hefur mótmælt því að fiskvinnslufólk sé sett á atvinnuleysisbætur, en samanreiknaður kostnaður fyrir almenning vegna þessara aðgerða fyrir mánuðina janúar og desember eru 312 milljónir króna. Það eru þá byrðar sem skattgreiðendur axla í verkfallinu með beinum hætti.

Starfsgreinasambandið segist ekki láta reyna á samningana fyrir dómstólum þar sem ekki sé mikil von um sigur. Þau svör fengust hinsvegar að til standi að endurskoða hið umdeilda hamfaraákvæði í næstu samningum og girða fyrir svona uppsagnir í verkfalli. Þá má benda á að skrifstofufólk og yfirmenn sömu fyrirtækja halda sínum störfum, ólíkt fiskverkafólkinu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652