Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Óttast samþjöppun vegna sjómannaverkfalls

$
0
0

„Við erum að heyra af vandræðum, og hugsanlega yfirvofandi gjaldþrotum smærri fyrirtækja sem þjónusta vinnslurnar,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, en hún segir félagsmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna alvarlegrar stöðu sem upp er komin vegna sjómannaverkfallsins sem hefur staðið yfir í um tvo mánuði.

Engar staðfestar fregnir hafa borist af yfirvofandi gjaldþroti, en bæjarstjóri Snæfellsbæjar sagði aftur á móti í viðtali við Fréttatímann í gær að bærinn þyrfti á fyrirgreiðslu að halda sökum tekjutaps tengdu verkfallinu. Hann sagði hinsvegar að bæjarfélagið þyrfti ekki að súpa seyðið af því til lengri tíma litið. Það væri aftur á móti alvarlegri staða sem blasti við þjónustufyrirtækjum í sjávarútvegi, þar væri líklega um tapaðar tekjur að ræða.

„Ég óttast að niðurstaða verkfallsins verði aukin samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir Drífa en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, tekur í sama streng í samtali við Fréttatímann.

Hún benti á að stærstu útgerðirnar væru alveg við 12% hámark aflahlutdeildar. „En það er ljóst að tjónið er að verða mikið, bæði úti á landi og á meðal minni útgerða. Það mun kalla á aukna hagræðingu,“ sagði Þorgerður Katrín.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652