Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Skipulagsyfirvöld segja áfengisfrumvarpið styðja við bíllausan lífsstíl

$
0
0

Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um áfengisfrumvarpið, sem gerir ráð fyrir að afnema einkaleyfi ÁTVR af áfengissölu, þannig að matvöruverslunum sé frjáls að selja það, kemur fram að óumdeilt sé að vín og annað áfengi sé neysluvarningur og innkaup á því sé hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa. „Bætt aðgengi að þessum neysluvarningi, í formi fjölgunar staða sem hægt er að gera innkaup á áfengi, samræmist því vel þeim markmiðum.“

Þetta er skoðun umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkur sem hefur sent frá sér umsögn um frumvarpið til allsherjarnefndar Alþingis sem fjallar um frumvarpið. Rétt er að geta þess að fulltrúar Vinstri grænna og Framsóknarmanna sátu hjá í nefndinni þegar tillagan var afgreidd.”
Borgarstjórn felldi hinsvegar tillögu Hildar Sverrisdóttir borgarfulltrúa og alþingismanns Sjálfstæðisflokksins sem raunar er einn flutningsmanna. Hún sagði þar að smásöluverslun með áfengi í einhvers konar mynd styddi við sjálfbærni hverfa. Vilji borgarstjórnar hlyti því að standa til þess að stuðla að framgangi markmiða aðalskipulags síns og hvetja Alþingi til að taka mið af því í meðförum málsins á Alþingi
Formaður umhverfis og skipulagsráðs var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni. „Ég er ekkert að taka afstöðu til þess hvort ríkið eigi að eiga einkarétt á áfengissölu. Það er hinsvegar gott fyrir skipulagsmálin að fjölga áfengisútsölum,“ segir Hjálmar Sveinsson og bendir á að það séu 14.500 Reykvíkingar bak við hverja áfengisútsölu en 2500 í Hveragerði.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652