Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sestu hérna hjá mér

$
0
0

Á skólalóðum nokkurra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið komið upp svokölluðum vinabekkjum þar sem börn geta sest ef þau vantar einhvern til að leika eða tala við. Eru þeir meðal annars staðsettir við Melaskóla og Ingunnarskóla. Bekkjunum er komið upp að frumkvæði skóla eða foreldrafélaga og hafa verið börnunum hvatning til að gefa færi á sér í leik, eða bjóðum öðrum að vera með.

Bekkirnir eru málaðir í glaðlegum litum og ímynd þeirra gerð jákvæð. Það má nefnilega alls ekki vera þannig að það sé neikvætt að setjast á vinabekkinn og að börnin vilji ekki láta sjá sig þar. Með því að setjast á bekkinn er barn ekki endilega að segja að það vilji enginn leika eða að það sé skilið út undan, heldur er um að ræða lausnamiðaða hugmynd til að gefa færi á sér. Stundum leita líka fleiri en einn á bekkinn í sama tilgangi og þá geta þeir fundið félaga í hver öðrum.

Mynd/Rut

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652